Erlent

Fundu lík af 13 mönnum í Írak

Íröksk lögregla greindi frá því í dag að hún hefði fundið lík af 13 mönnum í þremur bæjum í vesturhluta landsins, Falluja, Saqlawiya og Karma. Hún greindi hins vegar ekki frá því af hverjum líkin voru eða hvernig fólkið hefði dáið. Fjölmörg lík hafa fundist í Írak undanfarna mánuði, flest þeirra af fólki sem hefur verið tekið af lífi, og óttast sumir að það sé undanfari borgarastríðs milli ólíkra trúarhópa í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×