Erlent

15 flugfélög á svartan lista

Frakkland og Belgía hafa birt lista yfir þau flugfélög sem fá ekki að lenda þar. Svissnesk yfirvöld hyggjast birta sambærilega lista í dag. Tilgangurinn er að róa almenning vegna fimm alvarlegra flugslysa undanfarið. Í einu þeirra létust 160 manns í Venesúela, flestir þeirra franskir ríkisborgarar. Frakkar hafa sett sex flugfélög á svartan lista og Belgar níu. Búist er við Evrópusambandið muni fljótlega semja samræmdar reglur um lendingarbann á þau flugfélög sem ekki uppfylla öryggiskröfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×