Erlent

Vilja verða þrettánda eiginkonan

Fimmtíu þúsund konur dönsuðu í dag berar að ofan fyrir framan Mswati III, konung Svasílands, allar í von um að verða valdar sem þrettánda eiginkona konungsins. Ein dansmeyjanna, Zodwa Mamba, sextán ára, sagðist vilja lifa þægilegu lífi, eiga peninga, BMW-bifreið og farsíma. Hver og ein eiginkvennanna tólf á einmitt sérhöll og BMW. Konungurinn er 37 ára og hefur sætt alþjóðlegri gagnrýni fyrir gjálífi sitt, einkum þegar tillit er tekið til þess að um 40 prósent íbúanna, sem eru um ein milljón talsins, eru sýkt af HIV og fátækt er gríðarleg. Hlutfall HIV-sýktra er hvergi hærra í heiminum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×