Erlent

Lokað vegna sprengjuótta

Østerport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn var lokað um tveggja tíma skeið í gær vegna sprengjuótta. Síðdegis í gærdag fannst taska á stöðinni sem virtist hafa verið skilin þar eftir. Lögregla vildi ekki taka neina áhættu og ákvað hún að loka stöðinni á meðan rannsókn færi fram á innihaldi töskunnar. Hún innihélt þó ekkert skaðlegra en föt og því var stöðin opnuð á ný eftir tveggja tíma lokun. Ótti við hryðjuverk hefur vaxið mjög í Danmörku að undanförnu enda hafa erlend hryðjuverkasamtök haft í hótunum við landsmenn >>



Fleiri fréttir

Sjá meira


×