Erlent

Katrín skammt frá New Orleans

Fellibylurinn Katrín er nú óðum að nálgast strendur Louisiana í suðurhluta Bandaríkjanna, en allt bendir til þess að hann stefni beint á borgina New Orleans. Vindhraðinn er nú um 240 kílómetrar á klukkustund, en um einni og hálfri milljón manna hefur þegar verið skipað að yfirgefa heimili sín vegna veðurofsans. Gríðarleg umferð hefur verið út úr borginni í nótt og í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×