Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2025 19:30 Sigurður kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við og bjóði eldri borgurum sem verða fyrir ofbeldi upp á alvöru úrræði. Vísir/Bjarni Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara óttast að tilfelli, þar sem fólk beitir aldraða ættingja sína ofbeldi, séu yfir þúsund á ári. Eldra fólk í slíkum aðstæðum geti hvergi leitað. Alvarlegt ofbeldi ættingja gegn eldri borgurum er það heimilisofbeldi sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkahlíð sem ræddi málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilefnið er andlát áttræðs karlmanns sem lést í apríl eftir næturlanga líkamsárás dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru á hendur dótturinni lét hún högg og spörk dynja á foreldrum sínum í tíu klukkustundir áður en maðurinn örmagnaðist og lést á flótta af heimili sínu. Áður en dóttir mannsins varð honum að bana þann 11. apríl síðastliðinn hafði hann og móðir hennar margsinnis leitað sér aðstoð lækna vegna árásarinnar. Örfáum dögum fyrir andlátið hafði hann legið inni á spítala í tvo daga eftir alvarlega árás. Geti hvergi leitað Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður Landssambands eldri borgara segir málið sýna svart á hvítu að eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi fjölskyldumeðlima geti hvergi leitað. „Þegar lögreglan mætir á staðinn þá getur hún ekkert vísað málinu til einhvers sem tæki við málinu heldur fer þetta bara í skýrslubunka,“ segir Sigurður sem segist vilja sjá sambærileg úrræði standa öldruðum til boða og býst börnum sem verða fyrir ofbeldi. „Þegar lögregla mætir á staðinn og það er grunur um ofbeldi gegn barni þá er kallaður til fulltrúi frá Barnavernd sem kemur á staðinn þannig lögregla fer ekki af staðnum fyrr en sá fulltrúi er kominn og tekur við málinu. Það er til umboðsmaður barna. Af hverju getur sá sami aðili ekki líka verið umboðsmaður eldri borgara?“ Hann segir ljóst að um falið vandamál sé að ræða, rannsóknir erlendis frá sýni að tilkynnt brot séu einungis toppurinn á ísjakanum. „Og það er talað um að sextán prósent á aldrinum sextíu ára plús verði fyrir ofbeldi og ef við uppfærum þetta á Ísland erum að tala um um og yfir þúsund tilfelli á ári.“ Lögreglumál Eldri borgarar Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Alvarlegt ofbeldi ættingja gegn eldri borgurum er það heimilisofbeldi sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkahlíð sem ræddi málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilefnið er andlát áttræðs karlmanns sem lést í apríl eftir næturlanga líkamsárás dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru á hendur dótturinni lét hún högg og spörk dynja á foreldrum sínum í tíu klukkustundir áður en maðurinn örmagnaðist og lést á flótta af heimili sínu. Áður en dóttir mannsins varð honum að bana þann 11. apríl síðastliðinn hafði hann og móðir hennar margsinnis leitað sér aðstoð lækna vegna árásarinnar. Örfáum dögum fyrir andlátið hafði hann legið inni á spítala í tvo daga eftir alvarlega árás. Geti hvergi leitað Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður Landssambands eldri borgara segir málið sýna svart á hvítu að eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi fjölskyldumeðlima geti hvergi leitað. „Þegar lögreglan mætir á staðinn þá getur hún ekkert vísað málinu til einhvers sem tæki við málinu heldur fer þetta bara í skýrslubunka,“ segir Sigurður sem segist vilja sjá sambærileg úrræði standa öldruðum til boða og býst börnum sem verða fyrir ofbeldi. „Þegar lögregla mætir á staðinn og það er grunur um ofbeldi gegn barni þá er kallaður til fulltrúi frá Barnavernd sem kemur á staðinn þannig lögregla fer ekki af staðnum fyrr en sá fulltrúi er kominn og tekur við málinu. Það er til umboðsmaður barna. Af hverju getur sá sami aðili ekki líka verið umboðsmaður eldri borgara?“ Hann segir ljóst að um falið vandamál sé að ræða, rannsóknir erlendis frá sýni að tilkynnt brot séu einungis toppurinn á ísjakanum. „Og það er talað um að sextán prósent á aldrinum sextíu ára plús verði fyrir ofbeldi og ef við uppfærum þetta á Ísland erum að tala um um og yfir þúsund tilfelli á ári.“
Lögreglumál Eldri borgarar Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. 31. júlí 2025 13:00