Erlent

Þrjátíu slösuðust í sprengingu

Sprengja sprakk um borð í farþegaferju við Basilan-eyju á Filippseyjum á sunnudaginn og slösuðst þrjátíu manns. Sprengiefnið var ekki sérlega kraftmikið og virðist sem sprengjunni hafi frekar verið ætlað að koma af stað eldsvoða og skapa ótta og glundroða en valda sem mestu manntjóni. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu en talið er að íslömsku aðskilnaðarsamtökin Abu Sayyaf, sem sögð eru tengjast al-Kaída, hafi staðið fyrir sprengingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×