Erlent

Lokað vegna hótunar

Flugvél var rýmd og flugvelli var lokað í Japan í gær vegna sprengjuhótunar. Vélin var að leggja af stað frá Sendai í Norður-Japan til Sapporo þegar símtal barst um að sprengja væri um borð og var vélin þá rýmd þegar í stað. Flugvellinum var lokað um skeið en þegar engin sprengja fannst var starfseminni haldið áfram. Frá því var greint í síðustu viku að al-Kaída hygði á hryðjuverkaárásir á fjármálamiðstöðvar í Asíu, þar sem öryggi væri þar talsvert minna en í Evrópu og Bandaríkjunum. Þingkosningar verða í Japan 11. september og því er þar allmikill viðbúnaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×