Erlent

Lét skjóta sér yfir landamærin

Ævintýramaðurinn Dave Smith notaði heldur nýstárlega leið til að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Eftir að hafa veifað bandarískum passa til að sýna fram á þjóðerni sitt, fór hann inn í fallbyssu og lét skjóta sér yfir landamærin. Flugið frá borginni Tijuana í Mexíkó gekk vel og Smith lenti heilu og höldnu í San Diego eftir að hafa flogið um fimmtíu metra. Smith átti fyrir metið í lengsta fallbyssuflugi meðal manna auk fleiri heimsmeta á þessu sviði og því má segja að með skotinu í gær hafi hann bætt enn einni rósinni í hnappagatið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×