Erlent

Geislavirk efni á glámbekk

Ástralskir vísindamenn hafa fundið talsvert magn geislavirkra efna í tveimur Asíulöndum sem skilin hafa verið eftir á glámbekk. Efnin eru sögð hafa verið notuð á læknastofum sem síðan hafa orðið gjaldþrota og þá hafi þau komist á vergang. Óttast er að hryðjuverkamenn geti komist yfir efnin og búið til úr þeim svokallaða skítsprengju en þá dreifast geislavirk efni yfir stórt svæði án kjarnaklofnunar eins og í kjarnorkusprengingu. Ekki fékkst uppgefið hvaða lönd ættu í hlut þar sem það var talið auka hættuna á að misindismenn reyndu að finna efnin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×