Erlent

Frakkar birta svartan lista

Frakkar hafa birt lista yfir alþjóðaflugfélög sem fá ekki lendingarleyfi í Frakklandi. Á honum er þó aðeins að finna fimm flugfélög: Air Koryo frá Norður-Kóreu, Air Saint-Thomas frá Bandaríkjunum, International Air Service frá Líberíu og LAM Líneas aéreas de Mozambique frá Mósambík, og leiguflugfélag þaðan, Transairways. Franskir blaðamenn segja listann undarlega stuttan í ljósi þess hversu mörg flugfélög eru í alþjóðaflugi. Það sem af er þessum mánuði hafa 330 farist í fimm alvarlegum flugslysum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×