Erlent

Skutu hljóðmann frá Reuters

Bandarískir hermenn í Írak skutu í gær hljóðmann frá Reuters-fréttastofunni til bana í Bagdad, höfuðborg Íraks, og særðu myndatökumann sem var með honum. Að sögn íröksku lögreglunnar var myndatökumaðurinn síðan handsamaður og færður til yfirheyrslu þar sem hann mátti dúsa í sex klukkutíma án þess að hugað væri að skotsári sem hann hlaut. Talsmenn bandaríska hersins hafa ekki staðfest að þetta sé rétt en segja málið í rannsókn. Mennirnir tveir voru á leiðinni á vettvang árásar á tvo lögreglumenn þegar bandarískar leyniskyttur hófu skothríð á bifreið þeirra með fyrrgreindum afleiðingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×