Erlent

Felldu háttsettan talibana

MYND/AP
Bandaríkjaher greindi frá því í dag að einn af leiðtogum talibana í suðurhluta Afganistans hefði verið felldur í síðustu viku. Maðurinn, Payenda Mohammed, er talinn hafa staðið á bak við fjölda árása í Uruzgan-héraði í Suður-Afganistan, en hann mun hafa stjórnað um 150 manna uppreisnarher í héraðinu. Mohammed var felldur ásamt þremur fylgismönnum sínum í bardögum við bandaríska herinn en hann vinnur nú að því að auka öryggi í Afganistan í aðdraganda þingkosninga sem fram eiga að fara um miðjan næsta mánuð. Alls hafa um þúsund manns fallið í átökum í Afganistan það sem af er árinu, flestir uppreisnarmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×