Erlent

Chavez vill framsal

Hugo Chavez, forseti Venesúela, útilokar ekki að farið verði fram á framsal sjónvarpspredikarans Pat Robertson eftir að hann lýsti þeirri skoðun sinni að bandarísk stjórnvöld ættu að láta ráða Chavez af dögum. "Að hvetja til morðs á þjóðhöfðingja er brot á hryðjuverkalögum," sagði Chavez á fundi í Caracas í fyrradag með erlendum sendifulltrúum og bætti því við að ef Bandaríkjamenn sýndu ekki samstarfsvilja yrði málinu vísað til Sameinuðu þjóðanna. Robertson hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×