Erlent

Varaði við árásum í Indónesíu

Forseti Indónesíu varaði landa sína í dag við hugsanlegum hryðjverkaárasum í landinu á næstu tveimur mánuðum þar sem hryðjuverkahópar á vegum al-Qaida væru enn virkir í landinu. Susilo Bambang Yudhoyono forseti sagði september og október þá mánuði sem hryðjuverkamenn létu helst til skarar skríða en síðustu ár hafa stórar árásir verið gerðar á þessu tímabili í Indónesíu. Í september í fyrra létust 10 í sjálfsmorðsárás fyrir utan sendiráð Ástralíu í landinu og þá létust 202 í sprengingum í næturklúbbi á Balí í október 2002. Lögregla í Indónesíu heldur því fram að Jemaah Islamiah, sem nefndur hefur verið armur al-Qaida í Suðaustur-Asíu, hafi staðið á bak við árásirnar og þrátt fyrir að fjölmargir háttsettir menn innan samtakanna hafi verið handteknir telja sérfræðingar að þau séu enn nógu sterk til að skipuleggja stóra sprengjuárás í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×