Erlent

Rúmenar hraði umbótum

Ef rúmensk stjórnvöld hraða ekki umbótum í landinu verður inngöngu þess í Evrópusambandið seinkað um ár, fram til 2008. Það er ýmislegt sem vantar upp á en embættismenn segja að meðal þess sem verði að batna sé dómskerfið, samkeppnislögin, skipulag landbúnaðarins og umhverfismál. Rúmenía og Búlgaría sömdu um inngöngu í ESB í desember í fyrra, en Evrópusambandið hafði þann fyrirvara á að inngöngunni mætti seinka um að minnsta kosti eitt ár ef löndunum gengi illa að uppfylla skilyrðin sem sett voru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×