Fleiri fréttir Abbas kallar eftir vopnahléi Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseti Palestínumanna, kallaði eftir vopnahléi þegar hann var settur inn í forsetaembættið í morgun. Hann fordæmdi drápin og ofbeldið sem viðgengist hefur í deilu Ísralesmanna og Palestínumanna undanfarin ár og sagði að því yrði að linna ef nokkur möguleiki ætti að vera á friðarviðræðum. 15.1.2005 00:01 Leyfa sportveiðar á ísbjörnum Grænlenska landstjórnin vill leyfa sportveiðar á ísbjörnum til að skapa atvinnu fyrir Grænlendinga í norðvesturhluta landsins. Þetta myndi þýða að ferðamenn með fulla vasa af peningum fengju leyfi til að fella ísbirni og taka húð dýrsins með sér heim en gjaldið fyrir þetta myndi hlaupa á milljónum íslenskra króna. 15.1.2005 00:01 Hitler vildi ræna páfanum Adolf Hitler skipaði einum herforingja sinna að ræna þáverandi páfa, Píusi sjöunda, á tímum Síðari heimsstyrjaldarinnar. Herforinginn hlýddi hins vegar ekki skipuninni heldur fór þess í stað á fund páfa, klæddur borgaralegum klæðnaði, og varaði hann við ætlun einræðisherrans. Stærsta kaþólska dagblað Ítalíu greinir frá þessu í heilsíðufrétt í dag. 15.1.2005 00:01 Dani í haldi Ísraelsmanna Danskur maður af palestínskum uppruna hefur verið handtekinn í Ísrael grunaður um tengsl við Hizbollah-skæruliðasamtökin að því er danskir fjölmiðlar greina frá í dag. Utanríkisráðuneytið í Danmörku hefur staðfest þetta og segir manninn hafa verið handtekinn þann 6. janúar síðastliðinn. 15.1.2005 00:01 Fyrsti dagur Abbas blóðugur Fyrsti dagur nýkjörins forseta Palestínu, Mahmoud Abbas í embætti hófst með drápum og átökum á Gaza-svæðinu. Við embættistökuna kallaði Abbas eftir vopnahléi og friðarviðræðum fyrir alvöru. 15.1.2005 00:01 Ferðamenn aftur til Taílands Ferðamenn eru farnir að tínast aftur til Taílands. Sumir þeirra voru hikandi en þeir hafa verið boðnir hjartanlega velkomnir. 15.1.2005 00:01 Íslensk kennslanefnd til Taílands Tveir íslenskir tannlæknar og rannsóknarlögreglumaður halda til Phuket-eyju snemma í fyrramálið í því skyni að bera kennsl á lík vestrænna fórnarlamba flóðbylgnanna. Þeir fara á vegum íslenskra stjórnvalda eftir hjálparbeiðni frá Noregi. 15.1.2005 00:01 Sharon skar á tengsl við Abbas Mahmoud Abbas tók við embætti forseta palestínsku heimastjórnarinnar í skugga ofbeldisverka Ísraela og Palestínumanna. Ísraelar klipptu á tengsl við stjórn hans og sjö Palestínumenn féllu fyrir hendi ísraelskra hermanna. Þá varð hann fyrir áfalli þegar tugir kjörstjórnarmanna sögðu af sér.</font /></b /> 15.1.2005 00:01 Vilja rannsaka blóðbaðið Rúmum fimmtán árum eftir að meira en þúsund manns létust í uppreisn gegn kommúnistastjórn Nicolae Ceasescu árið 1989 hafa alltof fáir verið dregnir til ábyrgðar segja forystumenn samtaka þeirra sem fylktu sér út á götur rúmenskra borga til að losna undan alræði kommúnista. 15.1.2005 00:01 Flogið beint eftir 55 ára bann Eftir meira en hálfrar aldar bann við beinu flugi milli Kína og Taívan geta ferðalangar loks flogið beint milli landanna í stað þess að þurfa að fljúga í gegnum þriðja land. 15.1.2005 00:01 Vísindamenn í skýjunum Yfirborð Títans, tungls Satúrnusar, er ljósappelsínugult og þakið þunnu lagi metans. Þetta blasti við vísindamönnum Evrópsku geimvísindastofnunarinnar þegar þeir sökktu sér niður í myndir og önnur gögn sem geimfarið Huygens sendi frá Títan, gögn sem það safnaði þegar það sveif til jarðar og eins þegar það var lent á tunglinu. 15.1.2005 00:01 Fá að skrá sig á kjördag Kjósendur í tveimur órólegustu héruðum Íraks fá að skrá sig á kjörskrá á kjördag, 30. janúar. Þessi ákvörðun kjörstjórnarinnar á að gefa kjósendum í Anbar og Ninevah aukin tækifæri á að taka þátt þrátt fyrir ótta um árásir á kjörstaði og gegn undirbúningi kosninganna. 15.1.2005 00:01 Þúsundir flýðu heimili sín Þúsundir íbúa í Anderson í Indiana þurftu að flýja heimili sín þegar eiturefni losnuðu út í andrúmsloftið í eldsvoða sem braust út í endurvinnsluverksmiðju. 15.1.2005 00:01 9 létust á Gasa í nótt Að minnsta kosti níu létu lífið þegar palestínskir uppreisnarmenn réðust að herstöð Ísraelsmanna við landamæri Gaza í gærkvöldi. Uppreisnarmennirnir réðust inn í herstöðina rétt fyrir lokun hennar á bíl hlöðnum sprengiefni og skutu á allt sem fyrir varð. Sex hinna látnu eru ísraelskir hermenn, en einnig létu þrír uppreisnarmannanna lífið. 14.1.2005 00:01 Hermönnum fjölgað í Aceh-héraði Hernaðaryfirvöld í Indónesíu ætla að fjölga hermönnum í hjálparstarfsemi í Aceh-héraði um mörg þúsund. Eftir fjölgunina verða meira en 50 þúsund hermenn frá Indónesíu við störf á Aceh. Hermennirnir munu eingöngu vinna að hjálparstarfi og yfirvöld þvertaka fyrir það að hermönnunum sé ætlað að berja niður andstöðu uppreisnarmanna. 14.1.2005 00:01 Veðurofsi í Bandaríkjunum Um gervöll Bandaríkin setur mikill veðurhamur nú mark sitt á líf fólks. Áin Santa Clara í Utah óx í gær gríðarlega vegna mikilla rigninga og snjóbráðnunar og þreif hún með sér að minnsta kosti tuttugu hús sem liggja meðfram bökkum hennar. 14.1.2005 00:01 Tala látinna komin yfir 160 þúsund Fjögur þúsund lík til viðbótar hafa fundist í Indónesíu og eru þá látnir komnir yfir 160 þúsund. Læknar segja að börn séu farin að deyja úr lungnabólgu. 14.1.2005 00:01 12% íbúa fyrir dómstóla Búist er við að rúmlega tólf prósent íbúa Rúanda verði leidd fyrir héraðsdómstóla í landinu vegna þátttöku í þjóðarmorðinu árið 1994. Þetta er um ein milljón manna. 14.1.2005 00:01 Borgarstjórinn í Prag í dulargervi Borgarstjórinn í Prag klæddist dulargervi á dögunum til þess að minnka útgjöld íslenskra ferðamanna sem heimsækja höfuðborg Tékklands í sumar. 14.1.2005 00:01 Sér um samræmingu hjálparstarfsins Sameinuðu þjóðirnar ætla að skipa sérstakan sendifulltrúa til þess að samræma hjálparstarfið í Asíu eftir flóðbylgjuna miklu. Þjóðir sem taka þátt í hjálparstarfinu fóru fram á að þetta yrði gert á fundi í Djakarta í síðustu viku. 14.1.2005 00:01 Þreyttir jafnhættulegir og ölvaðir Læknar sem eru útkeyrðir af vinnuálagi eru jafnhættulegir í umferðinni og þeir sem keyra undir áhrifum áfengis. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem náði til 2800 lækna í Bandaríkjunum. Þeir vinna iðulega meira en tuttugu klukkutíma án hvíldar sem gerir þá jafnhættulega og ölvaða ökumenn þegar heim er ekið. 14.1.2005 00:01 Reyna að græða á hamförunum Dollaramerki glampa nú í augum gráðugra hóteleigenda á kínversku eyjunni Hainan undan ströndum Víetnams og skammt austan við hamfarasvæðin við Indlandshaf. Þar er loftslag og aðstæður mjög áþekk og á ferðamannaströndunum sem nú eru í rúst og reyna hóteleigendur á Hainan nú að laða til sín ferðamenn sem ella hefðu farið til Taílands eða Indónesíu. 14.1.2005 00:01 Kanadískur ráðherra segir af sér Ráðherra yfir málefnum útlendinga í Kanada hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst um tvö atvik þar sem hann þykir hafa misnotað vald sitt. Í fyrra skiptið var um að ræða rúmenska nektardansmær sem ráðherrann veitti atvinnuleyfi eftir að stúlkan hafði starfað að kosningabaráttu ráðherrans. 14.1.2005 00:01 Ræktarland í mikilli hættu Fyrir utan manntjónið og eyðileggingu á mannvirkjum sem flóðin í Suðaustur-Asíu hafa valdið þá er gríðarlegt flæmi ræktarlands á hamfarasvæðunum nú í mikilli hættu á að eyðileggjast. Vatnselgurinn hefur nú þegar eitrað uppsprettur og áveitukerfi víða í löndunum sem urðu fyrir flóðbylgjunni á annan í jólum. 14.1.2005 00:01 Tugþúsundir barna í reiðileysi Hjálparstofnanir og yfirvöld í viðkomandi löndum hafa miklar áhyggjur af tugþúsundum barna sem misstu foreldra sína í flóðbylgjunni í Asíu. 14.1.2005 00:01 Sjö ára ferðalag að skila árangri Evrópskt geimfar flaug í dag inn í lofthjúp Títans, sem er fylgitungl Satúrnusar, eftir sjö ára ferðalag frá jörðu. Títan er eitt af dularfyllstu himintunglum sólkerfisins. 14.1.2005 00:01 Tengsl slitin við stjórn Palestínu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í dag embættismönnum sínum að slíta öll tengsl við nýja ríkisstjórn Palestínumanna þar til hún hefði bundið enda á hryðjuverkaárásir. Sex Ísraelar voru drepnir á landamærunum að Gasa í dag. 14.1.2005 00:01 Stýrir endurreisn þorps á Indlandi Íslenskur maður, Vilhjálmur Jónsson, stýrir nú hjálparstarfi og uppbyggingu í þorpinu Thazhankuda á austurströnd Indlands. Hann segir eyðilegginguna í þorpinu algjöra og íbúana í losti mörgum dögum eftir að hamfarirnar á annan dag jóla dundu yfir. 13.1.2005 00:01 Íbúarnir sátu og störðu út í tómið Vilhjálmur Jónsson frá Akureyri hefur ásamt félögum sínum tekið að sér uppbyggingarstarf í litlu þorpi á austurströnd Indlands. Mikið verk er framundan enda er eyðileggingin þar algjör. </font /></b /> 13.1.2005 00:01 Skuldir hamfaraþjóða frystar Parísarhópurinn svonefndi, sem nítján ríkustu þjóðir heims eiga aðild að, ákvað í gærkvöldi að skuldir þjóða sem urðu illa úti í hamförunum í Asíu yrðu frystar ef óskað verður eftir því. Alls hefðu þjóðirnar sem urðu fyrir barðinu á hamförunum þurft að greiða þjóðunum nítján um 300 milljarða króna í vexti og afborganir í ár. 13.1.2005 00:01 Þriggja enn saknað í Kaliforníu Þriggja er enn saknað í Kaliforníu eftir að gríðarlegar aurskriður féllu þar með þeim afleiðingum að tíu manns fórust og fimmtán hús eyðilöggðust. Björgunarsveitarmenn hafa fjarlægt fleiri tonn af leðju og braki eftir aurskriðurnar, sem féllu eftir fimm daga stanslausa úrhellisrigningu í fylkinu. 13.1.2005 00:01 Víða rafmagnslaust í Malasíu Rafmagnsleysi lamar nú atvinnulíf víða í Malasíu og í borginni Kúala Lúmpúr hafa verksmiðjur stöðvast, samgöngur truflast og sömuleiðis viðskiptalífið. Talið er að þetta megi rekja til þess að raflínur hafi laskast í hamförunum á annan í jólum og séu nú að gefa sig. 13.1.2005 00:01 Sjö létust í sprengingu á Spáni Sjö manns fórust í sprengingu í stórri vörugeymslu í spænsku borginni Burgos í norðurhluta Spánar í morgun. Í húsinu voru meðal annars geymdar vinnuvélar og eldsneyti, samkvæmt upplýsingum borgarstjórans í Burgos. Ekkert er enn vitað um orsakir sprengingarinnar. 13.1.2005 00:01 Tíu látnir í bruna í Íran Að minnsta kosti tíu börn og kennarar eru látin í barnaskóla í Íran sem enn stendur í björtu báli. Óttast er að mun fleiri muni farast þar. Slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn og björgunarmenn koma börnum og kennurum til hjálpar. Ekki er greint frá að sprenging hafi orðið áður en eldurinn braust út. 13.1.2005 00:01 Svikulir teppahreinsarar í Osló Eldri borgarar í Osló hafa verið varaðir við tveim svindlurum sem hafa haft stórfé af gömlu fólki fyrir teppahreinsanir. Þeir rukkuðu m.a. gamla konu um sem nemur 212 þúsund íslenskum krónum fyrir teppahreinsun í íbúð hennar. 13.1.2005 00:01 Styðja þann sem Pútín velur Stærsti stjórnmálaflokkur Rússlands, Sameinað Rússland, ætlar að styðja hvern þann frambjóðanda sem Vladímír Pútín velur til þess að taka við af sér í forsetakosningunum árið 2008. 13.1.2005 00:01 Játar aðild að byltingartilraun Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur játað að hafa átt þátt í misheppnaðri byltingartilraun í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu á síðasta ári. Landið er mjög auðugt af olíu. Sjötíu málaliðar sitja nú í fangelsi í nokkrum Afríkuríkjum vegna þessa máls. 13.1.2005 00:01 Skilja ensku betur en norræn mál Skandinavísk ungmenni eiga auðveldar með að skilja ensku en norræn tungumál granna þeirra, samkvæmt viðamikilli rannsókn meðal fjölda skandinavískra unglinga og foreldra þeirra. 13.1.2005 00:01 Atvinnulíf þurrkaðist út Flóðbylgjan sem skall á löndum við Indlandshaf annan dag jóla þurrkaði út allt atvinnulíf í strandhéruðunum á Srí Lanka og víða hefur engin hjálp borist. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, hefur verið á ferðalagi um þessi svæði undanfarna daga. 13.1.2005 00:01 Annan segir smærri eyjar í hættu Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að eyðileggingin af völdum flóðbylgjunnar í Indlandshafi undirstriki þá hættu sem vofi yfir smærri eyjum vegna breytinga á veðurfari, en óttast er að margar eyjur kunni að fara á kaf í vatn af völdum gróðurhúsaáhrifa og hækkandi hitastigs sjávar. 13.1.2005 00:01 Minni líkur á farsóttum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að líkur á sjúkdómum og farsóttum fari minnkandi á hamfarasvæðunum við Indlandshaf, en flestir hafa nú aðgang að annaðhvort hreinu vatni eða hreinsitöflum. 158.000 manns eru taldir hafa látist í flóðunum og var óttast að sú tala myndi tvöfaldast ef farsóttir, sem berast m.a. með óhreinu vatni, brytust út. 13.1.2005 00:01 Bush en kokhraustur Bandaríkjamenn hafa hætt leit að efnavopnum í Írak. Meint efnavopnaeign var meginrök Bandaríkjaforseta fyrir innrásinni. Sjónvarpsviðtal við Bush verður sýnt í bandarísku sjónvarpi í kvöld. 13.1.2005 00:01 Reynt að hrinda af stað styrjöld Hryðjuverkamenn eru farnir að myrða leiðtoga sjíta í Írak og reyna að hrinda af stað borgarastyrjöld fyrir kosningarnar sem haldnar verða um næstu mánaðamót. 13.1.2005 00:01 Fjármunir gufa stundum upp Fjármunir, sem lofað er vegna náttúruhamfara, eiga það til að gufa upp þegar á reynir, en þetta gerist bæði vegna spillingar og vanefnda. Því hafa íbúar í sumum ríkjum Mið-Ameríku, í Bam í Íran og í Afganistan fengið að kynnast. 13.1.2005 00:01 Ótrúlegt hversu duglegt fólk sé Magnús Norðdahl, sem starfar hjá friðargæslunni í Srí Lanka, segir ótrúlegt hvað fólkið þar sé duglegt að bjarga sér eftir flóðbylgjuna miklu. Hann segir fólk vera að gera sér grein fyrir hversu mikill skaðinn sé. 13.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Abbas kallar eftir vopnahléi Mahmoud Abbas, nýkjörinn forseti Palestínumanna, kallaði eftir vopnahléi þegar hann var settur inn í forsetaembættið í morgun. Hann fordæmdi drápin og ofbeldið sem viðgengist hefur í deilu Ísralesmanna og Palestínumanna undanfarin ár og sagði að því yrði að linna ef nokkur möguleiki ætti að vera á friðarviðræðum. 15.1.2005 00:01
Leyfa sportveiðar á ísbjörnum Grænlenska landstjórnin vill leyfa sportveiðar á ísbjörnum til að skapa atvinnu fyrir Grænlendinga í norðvesturhluta landsins. Þetta myndi þýða að ferðamenn með fulla vasa af peningum fengju leyfi til að fella ísbirni og taka húð dýrsins með sér heim en gjaldið fyrir þetta myndi hlaupa á milljónum íslenskra króna. 15.1.2005 00:01
Hitler vildi ræna páfanum Adolf Hitler skipaði einum herforingja sinna að ræna þáverandi páfa, Píusi sjöunda, á tímum Síðari heimsstyrjaldarinnar. Herforinginn hlýddi hins vegar ekki skipuninni heldur fór þess í stað á fund páfa, klæddur borgaralegum klæðnaði, og varaði hann við ætlun einræðisherrans. Stærsta kaþólska dagblað Ítalíu greinir frá þessu í heilsíðufrétt í dag. 15.1.2005 00:01
Dani í haldi Ísraelsmanna Danskur maður af palestínskum uppruna hefur verið handtekinn í Ísrael grunaður um tengsl við Hizbollah-skæruliðasamtökin að því er danskir fjölmiðlar greina frá í dag. Utanríkisráðuneytið í Danmörku hefur staðfest þetta og segir manninn hafa verið handtekinn þann 6. janúar síðastliðinn. 15.1.2005 00:01
Fyrsti dagur Abbas blóðugur Fyrsti dagur nýkjörins forseta Palestínu, Mahmoud Abbas í embætti hófst með drápum og átökum á Gaza-svæðinu. Við embættistökuna kallaði Abbas eftir vopnahléi og friðarviðræðum fyrir alvöru. 15.1.2005 00:01
Ferðamenn aftur til Taílands Ferðamenn eru farnir að tínast aftur til Taílands. Sumir þeirra voru hikandi en þeir hafa verið boðnir hjartanlega velkomnir. 15.1.2005 00:01
Íslensk kennslanefnd til Taílands Tveir íslenskir tannlæknar og rannsóknarlögreglumaður halda til Phuket-eyju snemma í fyrramálið í því skyni að bera kennsl á lík vestrænna fórnarlamba flóðbylgnanna. Þeir fara á vegum íslenskra stjórnvalda eftir hjálparbeiðni frá Noregi. 15.1.2005 00:01
Sharon skar á tengsl við Abbas Mahmoud Abbas tók við embætti forseta palestínsku heimastjórnarinnar í skugga ofbeldisverka Ísraela og Palestínumanna. Ísraelar klipptu á tengsl við stjórn hans og sjö Palestínumenn féllu fyrir hendi ísraelskra hermanna. Þá varð hann fyrir áfalli þegar tugir kjörstjórnarmanna sögðu af sér.</font /></b /> 15.1.2005 00:01
Vilja rannsaka blóðbaðið Rúmum fimmtán árum eftir að meira en þúsund manns létust í uppreisn gegn kommúnistastjórn Nicolae Ceasescu árið 1989 hafa alltof fáir verið dregnir til ábyrgðar segja forystumenn samtaka þeirra sem fylktu sér út á götur rúmenskra borga til að losna undan alræði kommúnista. 15.1.2005 00:01
Flogið beint eftir 55 ára bann Eftir meira en hálfrar aldar bann við beinu flugi milli Kína og Taívan geta ferðalangar loks flogið beint milli landanna í stað þess að þurfa að fljúga í gegnum þriðja land. 15.1.2005 00:01
Vísindamenn í skýjunum Yfirborð Títans, tungls Satúrnusar, er ljósappelsínugult og þakið þunnu lagi metans. Þetta blasti við vísindamönnum Evrópsku geimvísindastofnunarinnar þegar þeir sökktu sér niður í myndir og önnur gögn sem geimfarið Huygens sendi frá Títan, gögn sem það safnaði þegar það sveif til jarðar og eins þegar það var lent á tunglinu. 15.1.2005 00:01
Fá að skrá sig á kjördag Kjósendur í tveimur órólegustu héruðum Íraks fá að skrá sig á kjörskrá á kjördag, 30. janúar. Þessi ákvörðun kjörstjórnarinnar á að gefa kjósendum í Anbar og Ninevah aukin tækifæri á að taka þátt þrátt fyrir ótta um árásir á kjörstaði og gegn undirbúningi kosninganna. 15.1.2005 00:01
Þúsundir flýðu heimili sín Þúsundir íbúa í Anderson í Indiana þurftu að flýja heimili sín þegar eiturefni losnuðu út í andrúmsloftið í eldsvoða sem braust út í endurvinnsluverksmiðju. 15.1.2005 00:01
9 létust á Gasa í nótt Að minnsta kosti níu létu lífið þegar palestínskir uppreisnarmenn réðust að herstöð Ísraelsmanna við landamæri Gaza í gærkvöldi. Uppreisnarmennirnir réðust inn í herstöðina rétt fyrir lokun hennar á bíl hlöðnum sprengiefni og skutu á allt sem fyrir varð. Sex hinna látnu eru ísraelskir hermenn, en einnig létu þrír uppreisnarmannanna lífið. 14.1.2005 00:01
Hermönnum fjölgað í Aceh-héraði Hernaðaryfirvöld í Indónesíu ætla að fjölga hermönnum í hjálparstarfsemi í Aceh-héraði um mörg þúsund. Eftir fjölgunina verða meira en 50 þúsund hermenn frá Indónesíu við störf á Aceh. Hermennirnir munu eingöngu vinna að hjálparstarfi og yfirvöld þvertaka fyrir það að hermönnunum sé ætlað að berja niður andstöðu uppreisnarmanna. 14.1.2005 00:01
Veðurofsi í Bandaríkjunum Um gervöll Bandaríkin setur mikill veðurhamur nú mark sitt á líf fólks. Áin Santa Clara í Utah óx í gær gríðarlega vegna mikilla rigninga og snjóbráðnunar og þreif hún með sér að minnsta kosti tuttugu hús sem liggja meðfram bökkum hennar. 14.1.2005 00:01
Tala látinna komin yfir 160 þúsund Fjögur þúsund lík til viðbótar hafa fundist í Indónesíu og eru þá látnir komnir yfir 160 þúsund. Læknar segja að börn séu farin að deyja úr lungnabólgu. 14.1.2005 00:01
12% íbúa fyrir dómstóla Búist er við að rúmlega tólf prósent íbúa Rúanda verði leidd fyrir héraðsdómstóla í landinu vegna þátttöku í þjóðarmorðinu árið 1994. Þetta er um ein milljón manna. 14.1.2005 00:01
Borgarstjórinn í Prag í dulargervi Borgarstjórinn í Prag klæddist dulargervi á dögunum til þess að minnka útgjöld íslenskra ferðamanna sem heimsækja höfuðborg Tékklands í sumar. 14.1.2005 00:01
Sér um samræmingu hjálparstarfsins Sameinuðu þjóðirnar ætla að skipa sérstakan sendifulltrúa til þess að samræma hjálparstarfið í Asíu eftir flóðbylgjuna miklu. Þjóðir sem taka þátt í hjálparstarfinu fóru fram á að þetta yrði gert á fundi í Djakarta í síðustu viku. 14.1.2005 00:01
Þreyttir jafnhættulegir og ölvaðir Læknar sem eru útkeyrðir af vinnuálagi eru jafnhættulegir í umferðinni og þeir sem keyra undir áhrifum áfengis. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem náði til 2800 lækna í Bandaríkjunum. Þeir vinna iðulega meira en tuttugu klukkutíma án hvíldar sem gerir þá jafnhættulega og ölvaða ökumenn þegar heim er ekið. 14.1.2005 00:01
Reyna að græða á hamförunum Dollaramerki glampa nú í augum gráðugra hóteleigenda á kínversku eyjunni Hainan undan ströndum Víetnams og skammt austan við hamfarasvæðin við Indlandshaf. Þar er loftslag og aðstæður mjög áþekk og á ferðamannaströndunum sem nú eru í rúst og reyna hóteleigendur á Hainan nú að laða til sín ferðamenn sem ella hefðu farið til Taílands eða Indónesíu. 14.1.2005 00:01
Kanadískur ráðherra segir af sér Ráðherra yfir málefnum útlendinga í Kanada hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst um tvö atvik þar sem hann þykir hafa misnotað vald sitt. Í fyrra skiptið var um að ræða rúmenska nektardansmær sem ráðherrann veitti atvinnuleyfi eftir að stúlkan hafði starfað að kosningabaráttu ráðherrans. 14.1.2005 00:01
Ræktarland í mikilli hættu Fyrir utan manntjónið og eyðileggingu á mannvirkjum sem flóðin í Suðaustur-Asíu hafa valdið þá er gríðarlegt flæmi ræktarlands á hamfarasvæðunum nú í mikilli hættu á að eyðileggjast. Vatnselgurinn hefur nú þegar eitrað uppsprettur og áveitukerfi víða í löndunum sem urðu fyrir flóðbylgjunni á annan í jólum. 14.1.2005 00:01
Tugþúsundir barna í reiðileysi Hjálparstofnanir og yfirvöld í viðkomandi löndum hafa miklar áhyggjur af tugþúsundum barna sem misstu foreldra sína í flóðbylgjunni í Asíu. 14.1.2005 00:01
Sjö ára ferðalag að skila árangri Evrópskt geimfar flaug í dag inn í lofthjúp Títans, sem er fylgitungl Satúrnusar, eftir sjö ára ferðalag frá jörðu. Títan er eitt af dularfyllstu himintunglum sólkerfisins. 14.1.2005 00:01
Tengsl slitin við stjórn Palestínu Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í dag embættismönnum sínum að slíta öll tengsl við nýja ríkisstjórn Palestínumanna þar til hún hefði bundið enda á hryðjuverkaárásir. Sex Ísraelar voru drepnir á landamærunum að Gasa í dag. 14.1.2005 00:01
Stýrir endurreisn þorps á Indlandi Íslenskur maður, Vilhjálmur Jónsson, stýrir nú hjálparstarfi og uppbyggingu í þorpinu Thazhankuda á austurströnd Indlands. Hann segir eyðilegginguna í þorpinu algjöra og íbúana í losti mörgum dögum eftir að hamfarirnar á annan dag jóla dundu yfir. 13.1.2005 00:01
Íbúarnir sátu og störðu út í tómið Vilhjálmur Jónsson frá Akureyri hefur ásamt félögum sínum tekið að sér uppbyggingarstarf í litlu þorpi á austurströnd Indlands. Mikið verk er framundan enda er eyðileggingin þar algjör. </font /></b /> 13.1.2005 00:01
Skuldir hamfaraþjóða frystar Parísarhópurinn svonefndi, sem nítján ríkustu þjóðir heims eiga aðild að, ákvað í gærkvöldi að skuldir þjóða sem urðu illa úti í hamförunum í Asíu yrðu frystar ef óskað verður eftir því. Alls hefðu þjóðirnar sem urðu fyrir barðinu á hamförunum þurft að greiða þjóðunum nítján um 300 milljarða króna í vexti og afborganir í ár. 13.1.2005 00:01
Þriggja enn saknað í Kaliforníu Þriggja er enn saknað í Kaliforníu eftir að gríðarlegar aurskriður féllu þar með þeim afleiðingum að tíu manns fórust og fimmtán hús eyðilöggðust. Björgunarsveitarmenn hafa fjarlægt fleiri tonn af leðju og braki eftir aurskriðurnar, sem féllu eftir fimm daga stanslausa úrhellisrigningu í fylkinu. 13.1.2005 00:01
Víða rafmagnslaust í Malasíu Rafmagnsleysi lamar nú atvinnulíf víða í Malasíu og í borginni Kúala Lúmpúr hafa verksmiðjur stöðvast, samgöngur truflast og sömuleiðis viðskiptalífið. Talið er að þetta megi rekja til þess að raflínur hafi laskast í hamförunum á annan í jólum og séu nú að gefa sig. 13.1.2005 00:01
Sjö létust í sprengingu á Spáni Sjö manns fórust í sprengingu í stórri vörugeymslu í spænsku borginni Burgos í norðurhluta Spánar í morgun. Í húsinu voru meðal annars geymdar vinnuvélar og eldsneyti, samkvæmt upplýsingum borgarstjórans í Burgos. Ekkert er enn vitað um orsakir sprengingarinnar. 13.1.2005 00:01
Tíu látnir í bruna í Íran Að minnsta kosti tíu börn og kennarar eru látin í barnaskóla í Íran sem enn stendur í björtu báli. Óttast er að mun fleiri muni farast þar. Slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn og björgunarmenn koma börnum og kennurum til hjálpar. Ekki er greint frá að sprenging hafi orðið áður en eldurinn braust út. 13.1.2005 00:01
Svikulir teppahreinsarar í Osló Eldri borgarar í Osló hafa verið varaðir við tveim svindlurum sem hafa haft stórfé af gömlu fólki fyrir teppahreinsanir. Þeir rukkuðu m.a. gamla konu um sem nemur 212 þúsund íslenskum krónum fyrir teppahreinsun í íbúð hennar. 13.1.2005 00:01
Styðja þann sem Pútín velur Stærsti stjórnmálaflokkur Rússlands, Sameinað Rússland, ætlar að styðja hvern þann frambjóðanda sem Vladímír Pútín velur til þess að taka við af sér í forsetakosningunum árið 2008. 13.1.2005 00:01
Játar aðild að byltingartilraun Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur játað að hafa átt þátt í misheppnaðri byltingartilraun í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu á síðasta ári. Landið er mjög auðugt af olíu. Sjötíu málaliðar sitja nú í fangelsi í nokkrum Afríkuríkjum vegna þessa máls. 13.1.2005 00:01
Skilja ensku betur en norræn mál Skandinavísk ungmenni eiga auðveldar með að skilja ensku en norræn tungumál granna þeirra, samkvæmt viðamikilli rannsókn meðal fjölda skandinavískra unglinga og foreldra þeirra. 13.1.2005 00:01
Atvinnulíf þurrkaðist út Flóðbylgjan sem skall á löndum við Indlandshaf annan dag jóla þurrkaði út allt atvinnulíf í strandhéruðunum á Srí Lanka og víða hefur engin hjálp borist. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, hefur verið á ferðalagi um þessi svæði undanfarna daga. 13.1.2005 00:01
Annan segir smærri eyjar í hættu Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að eyðileggingin af völdum flóðbylgjunnar í Indlandshafi undirstriki þá hættu sem vofi yfir smærri eyjum vegna breytinga á veðurfari, en óttast er að margar eyjur kunni að fara á kaf í vatn af völdum gróðurhúsaáhrifa og hækkandi hitastigs sjávar. 13.1.2005 00:01
Minni líkur á farsóttum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að líkur á sjúkdómum og farsóttum fari minnkandi á hamfarasvæðunum við Indlandshaf, en flestir hafa nú aðgang að annaðhvort hreinu vatni eða hreinsitöflum. 158.000 manns eru taldir hafa látist í flóðunum og var óttast að sú tala myndi tvöfaldast ef farsóttir, sem berast m.a. með óhreinu vatni, brytust út. 13.1.2005 00:01
Bush en kokhraustur Bandaríkjamenn hafa hætt leit að efnavopnum í Írak. Meint efnavopnaeign var meginrök Bandaríkjaforseta fyrir innrásinni. Sjónvarpsviðtal við Bush verður sýnt í bandarísku sjónvarpi í kvöld. 13.1.2005 00:01
Reynt að hrinda af stað styrjöld Hryðjuverkamenn eru farnir að myrða leiðtoga sjíta í Írak og reyna að hrinda af stað borgarastyrjöld fyrir kosningarnar sem haldnar verða um næstu mánaðamót. 13.1.2005 00:01
Fjármunir gufa stundum upp Fjármunir, sem lofað er vegna náttúruhamfara, eiga það til að gufa upp þegar á reynir, en þetta gerist bæði vegna spillingar og vanefnda. Því hafa íbúar í sumum ríkjum Mið-Ameríku, í Bam í Íran og í Afganistan fengið að kynnast. 13.1.2005 00:01
Ótrúlegt hversu duglegt fólk sé Magnús Norðdahl, sem starfar hjá friðargæslunni í Srí Lanka, segir ótrúlegt hvað fólkið þar sé duglegt að bjarga sér eftir flóðbylgjuna miklu. Hann segir fólk vera að gera sér grein fyrir hversu mikill skaðinn sé. 13.1.2005 00:01