Erlent

Leyfa sportveiðar á ísbjörnum

Grænlenska landstjórnin vill leyfa sportveiðar á ísbjörnum til að skapa atvinnu fyrir Grænlendinga í norðvesturhluta landsins. Þetta myndi þýða að ferðamenn með fulla vasa af peningum fengju leyfi til að fella ísbirni og taka húð dýrsins með sér heim en gjaldið fyrir þetta myndi hlaupa á milljónum íslenskra króna. Landsstjórnin telur að þetta gæti bætt efnahag íbúa á Norðvestur-Grænlandi með því að skapa ný störf við leiðsögu, fylgd og þjónustu. Mads Skifte, ferðamálastjóri Grænlands, er ekki í vafa um að mikil eftirspurn verði eftir slíkum veiðum og hún sé raunar þegar fyrir hendi - nóg sé af forríkum ferðamönnum sem dreymi um að komast í návígi við ísbjörn. Hann segist sjá fyrir sér að þetta væri sama fólkið og áður stundaði fílaveiðar. Vonast er til að leyfið fáist fyrir sumarið svo vertíðin gæti hafist strax í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×