Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 08:35 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Inga Sæland, félgas- og húsnæðismálaráðherra. Samsett/Vilhelm Landsmenn eru helst ánægðir með störf Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Fæstir eru ánægðir með störf Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Í nýrri könnun Gallup, sem RÚV greindi frá, sýnir að 62,5 prósent landsmanna séu ánægðir með störf Kristrúnar en rétt rúmlega 22 prósent eru óánægðir með forsætisráðherrann. Þar á eftir koma tveir aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Um 45 prósent eru ánægð með Jóhann Pál og tæplega 48 prósent eru ánægðir með Ölmu. Í þremur neðstu sætum listans sitja ráðherrar Flokks fólksins, Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Um 46,6 prósent þátttakenda eru óánægðir með störf Ingu Sæland sem ráðherra á meðan 29,4 prósent eru ánægðir. Þá eru 31 prósent óánægt með Guðmund Inga og hans störf en önnur 31 prósent eru ánægð. Tæp fjörutíu prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. 25,8 prósent þátttakenda eru óánægðir með innviðaráðherrann Eyjólf en tæp 29 prósent ánægð. Ráðherrar Viðreisnar sitja á miðjum listanum en Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra er í fjórða sæti og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í því fimmta. Þar á eftir er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og svo Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Þátttakendur telja Loga Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hafa staðið sig verst af samflokksmönnum og er hann í áttunda sæti listans þar sem 35 prósent eru ánægð með hans störf. Vert er að taka fram að þingmönnum er raðað upp á listann eftir meðaltali og fer því eftir hversu margir eru ánægðir og hve margir eru óánægðir með störf ráðherrans hvar hann situr á lista skoðanakönnunarinnar. Skoðanakannanir Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Í nýrri könnun Gallup, sem RÚV greindi frá, sýnir að 62,5 prósent landsmanna séu ánægðir með störf Kristrúnar en rétt rúmlega 22 prósent eru óánægðir með forsætisráðherrann. Þar á eftir koma tveir aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Um 45 prósent eru ánægð með Jóhann Pál og tæplega 48 prósent eru ánægðir með Ölmu. Í þremur neðstu sætum listans sitja ráðherrar Flokks fólksins, Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Um 46,6 prósent þátttakenda eru óánægðir með störf Ingu Sæland sem ráðherra á meðan 29,4 prósent eru ánægðir. Þá eru 31 prósent óánægt með Guðmund Inga og hans störf en önnur 31 prósent eru ánægð. Tæp fjörutíu prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. 25,8 prósent þátttakenda eru óánægðir með innviðaráðherrann Eyjólf en tæp 29 prósent ánægð. Ráðherrar Viðreisnar sitja á miðjum listanum en Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra er í fjórða sæti og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í því fimmta. Þar á eftir er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og svo Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Þátttakendur telja Loga Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hafa staðið sig verst af samflokksmönnum og er hann í áttunda sæti listans þar sem 35 prósent eru ánægð með hans störf. Vert er að taka fram að þingmönnum er raðað upp á listann eftir meðaltali og fer því eftir hversu margir eru ánægðir og hve margir eru óánægðir með störf ráðherrans hvar hann situr á lista skoðanakönnunarinnar.
Skoðanakannanir Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira