Erlent

Ræktarland í mikilli hættu

Fyrir utan manntjónið og eyðileggingu á mannvirkjum sem flóðin í Suðaustur-Asíu hafa valdið þá er gríðarlegt flæmi ræktarlands á hamfarasvæðunum nú í mikilli hættu á að eyðileggjast. Vatnselgurinn hefur nú þegar eitrað uppsprettur og áveitukerfi víða í löndunum sem urðu fyrir flóðbylgjunni á annan í jólum og hafa menn áhyggjur af því að ef ekki verður fljótlega gripið til stórtækra aðgerða til að dæla burt vatni mun heljarmikið landsvæði af dýrmætu ræktarlandi bíða varanlegan skaða af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×