Erlent

Veðurofsi í Bandaríkjunum

Um gervöll Bandaríkin setur mikill veðurhamur nú mark sitt á líf fólks. Áin Santa Clara í Utah óx í gær gríðarlega vegna mikilla rigninga og snjóbráðnunar og þreif hún með sér að minnsta kosti tuttugu hús sem liggja meðfram bökkum hennar. Ekki er vitað til þess að neinn hafi látið lífið í vatnavöxtunum en fjárhagslegt tjón er vel á fjórða milljarð íslenskra króna. Fylkisstjórinn í Utah hefur lýst yfir neyðarástandi í fylkinu. Í Nevada er búið að rýma 250 heimili af ótta við mikil flóð. Þá hafa gríðarlegar vindhviður gert vart við sig í Arkansas og þar hafa tveir látið lífið í hvirfilbyljum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×