Erlent

Þriggja enn saknað í Kaliforníu

Þriggja er enn saknað í Kaliforníu eftir að gríðarlegar aurskriður féllu þar með þeim afleiðingum að tíu manns fórust og fimmtán hús eyðilöggðust. Björgunarsveitarmenn hafa fjarlægt fleiri tonn af leðju og braki eftir aurskriðurnar, sem féllu eftir fimm daga stanslausa úrhellisrigningu í fylkinu. Fjöldi íbúa hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna hættu á frekari skriðum en í gær var þeim hleypt heim um stundarsakir til að sækja verðmæti. Alls hafa 28 manns látið lífið í Kaliforníu af ástæðum sem rekja má beint til veðurhamsins undanfarið. Því er spáð að hitastig hækki á næstu dögum og er óttast að ástandið versni enn frekar við það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×