Erlent

Sjö ára ferðalag að skila árangri

Evrópskt geimfar flaug í dag inn í lofthjúp Títans, sem er fylgitungl Satúrnusar, eftir sjö ára ferðalag frá jörðu. Títan er eitt af dularfyllstu himintunglum sólkerfisins. Stjórnendur geimfarsins á jörðu niðri voru með tárin í augunum þegar fyrstu sendingarnar bárust sem gáfu til kynna að það hefði ræst kerfi sín, sem hafa að mestu legið í dvala þau sjö ár sem það hefur tekið geimfarið að ná til Títans. Títan er eitt af dularfyllstu himintunglum sólkerfisins. Það er næststærsta tungl þess og það eina sem hefur þykkan hjúp af metangasi og köfnunarefni. Áttatíu prósent af lofthjúp jarðar er köfnunarefni. Hjúpur Títans er einum og hálfum sinnum þykkari en jarðarinnar og vísindamenn segja að rannsóknir á þessu tungli kunni að varpa ljósi á hvernig aðstæður voru á jörðunni þegar fyrsta lífið kviknaði þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×