Erlent

Kanadískur ráðherra segir af sér

Ráðherra yfir málefnum útlendinga í Kanada hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst um tvö atvik þar sem hann þykir hafa misnotað vald sitt. Í fyrra skiptið var um að ræða rúmenska nektardansmær sem ráðherrann veitti atvinnuleyfi eftir að stúlkan hafði starfað að kosningabaráttu ráðherrans. Kornið sem fyllti mælinn var þegar í ljós kom að ráðherrann hafði einnig reynt að fá landvistarleyfi fyrir pizzagerðarmann og ætlaði í staðinn fyrir greiðann að fá fríar flatbökur um ókomna framtíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×