Erlent

Fyrsti dagur Abbas blóðugur

Fyrsti dagur nýkjörins forseta Palestínu, Mahmoud Abbas í embætti hófst með drápum og átökum á Gaza-svæðinu. Við embættistökuna kallaði Abbas eftir vopnahléi og friðarviðræðum fyrir alvöru. Nokkrum klukkustundum áður en Abbas var settur í embætti voru sex Ísraelsmenn drepnir á landamærunum að Gaza-svæðinu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í kjölfarið embættismönnum sínum að slíta öll tengsl við nýja ríkisstjórn Palestínumanna og hyggst ekki ræða við Abbas fyrr en hann lætur til skara skríða gegn herskáum Palestínumönnum. Við athöfnina í morgun, þegar Abbas var settur inn í embættið, fordæmdi hann þessar árásir en útskýrði þó ekki hvernig hann ætlaði að koma böndum á herskáa landa sína. Aðeins skömmu eftir athöfnina í morgun skutu ísraelskir hermenn tvo Palestínumenn til bana í austurhluta Gaza-borgar. Háttsettur ísraelskur embættismaður segir að Ísraelsmenn muni áfram bregðast hart við öllum árásum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×