Erlent

Stýrir endurreisn þorps á Indlandi

Íslenskur maður, Vilhjálmur Jónsson, stýrir nú hjálparstarfi og uppbyggingu í þorpinu Thazhankuda á austurströnd Indlands. Hann segir eyðilegginguna í þorpinu algjöra og íbúana í losti mörgum dögum eftir að hamfarirnar á annan dag jóla dundu yfir. Vilhjálmur hefur verið búsettur á Indlandi í tæpan aldarfjórðung en hann er í forsvari fyrir líknarfélagið The Family International á þessum slóðum. Þegar fregnir bárust af flóðunum þusti hann ásamt sínu fólki á vettvang. "Hér og þar sátu íbúarnir eða fjölskyldur inni í miðri hrúgu af braki og rusli og störðu út í tómið," segir Vilhjálmur um aðkomuna. Eins og víðast hvar á hamfarasvæðinu er gífurlegt verk framundan. Reisa þarf ný hús yfir fjölda fólks, bora þarf eftir hreinu vatni en einnig áformar Vilhjálmur að útvega þorpsbúum nýja báta í stað þeirra sem fórust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×