Erlent

Vilja rannsaka blóðbaðið

Rúmum fimmtán árum eftir að meira en þúsund manns létust í uppreisn gegn kommúnistastjórn Nicolae Ceasescu árið 1989 hafa alltof fáir verið dregnir til ábyrgðar segja forystumenn samtaka þeirra sem fylktu sér út á götur rúmenskra borga til að losna undan alræði kommúnista. Á fundi samtakanna, sem 2.300 manns sóttu, var þess krafist að stjórnvöld hæfu rannsókn á atburðunum 1989 þegar á annað þúsund manns létu lífið í falli kommúnismans á sama tíma og þeir atburðir gengu friðsamlega fyrir sig í öðrum austantjaldsríkjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×