Erlent

Dani í haldi Ísraelsmanna

Danskur maður af palestínskum uppruna hefur verið handtekinn í Ísrael grunaður um tengsl við Hizbollah-skæruliðasamtökin að því er danskir fjölmiðlar greina frá í dag. Utanríkisráðuneytið í Danmörku hefur staðfest þetta og segir manninn hafa verið handtekinn þann 6. janúar síðastliðinn. Ráðuneytið vill hins vegar ekki gefa nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildamanni innan Ísraelsstjórnar að maðurinn sé sakaður um njósnir fyrir Hizbollah-samtökin en stjórnin hefur ekki viljað tjá sig opinberlega um málið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×