Erlent

Þúsundir flýðu heimili sín

Þúsundir íbúa í Anderson í Indiana þurftu að flýja heimili sín þegar eiturefni losnuðu út í andrúmsloftið í eldsvoða sem braust út í endurvinnsluverksmiðju. Eldurinn kviknaði á föstudag og er talið að margir dagar líði áður en hann slokknar því slökkviliðsmenn gáfust upp á því að reyna að ráða niðurlögum hans. Sprengingar í verksmiðjunni urðu til þess að slökkviliðsmenn þurftu að forða sér eftir tæpra þriggja tíma slökkvistarf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×