Erlent

Flogið beint eftir 55 ára bann

Eftir meira en hálfrar aldar bann við beinu flugi milli Kína og Taívan geta ferðalangar loks flogið beint milli landanna í stað þess að þurfa að fljúga í gegnum þriðja land. Stjórnvöld á Taívan bönnuðu beint flug milli landanna eftir að kommúnistar fögnuðu sigri í löngu og blóðugu borgarastríði árið 1949. Nú hafa stjórnir landanna hins vegar komist að samkomulagi um að milli 29. janúar og 20. febrúar megi fljúga 48 sinnum fram og til baka milli landanna. Með þessu á að auðvelda Taívönum sem vinna í Kína að komast heim og til baka í kringum kínversku áramótin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×