Erlent

Skilja ensku betur en norræn mál

Skandinavísk ungmenni eiga auðveldar með að skilja ensku en norræn tungumál granna þeirra, samkvæmt viðamikilli rannsókn meðal fjölda skandinavískra unglinga og foreldra þeirra. Fram kemur að Norðmenn skilja tungumál granna sinna töluvert betur en aðrir Norðurlandabúar og að Svíar og jafnvel sænskumælandi Finnar skilja meira í öðrum Norðurlandamálum en Danir. Svíar og Danir skilja norsku best og Færeyingar skilja langmest í öðrum Norðurlandamálum. Finnskumælandi Finnar skilja hins vegar minnst, af skiljanlegum ástæðum, enda skilja hinar Norðurlandaþjóðirnar minnst í finnsku. Foreldrar unglinganna sem tóku þátt í könnuninni skilja yfirleitt meir í Norðurlandamálum en börnin og börn innflytjenda eiga erfiðara með að skilja norrænu tungumálin en innfædd börn. Verkefnið Norrænnn tungumálaskilningur er unnið að frumkvæði Norræna menningarsjóðsins og eru niðurstöðurnar kynntar ítarlega á ráðstefnu sem hófst í Kaupmannahöfn í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×