Erlent

9 létust á Gasa í nótt

MYND/AP
Að minnsta kosti níu létu lífið þegar palestínskir uppreisnarmenn réðust að herstöð Ísraelsmanna við landamæri Gaza í gærkvöldi. Uppreisnarmennirnir réðust inn í herstöðina rétt fyrir lokun hennar á bíl hlöðnum sprengiefni og skutu á allt sem fyrir varð. Sex hinna látnu eru ísraelskir hermenn, en einnig létu þrír uppreisnarmannanna lífið. Þrjú hryðjuverkasamtök hafa í sameiningu lýst yfir ábyrgð á tilræðinu og segja það tilkomið vegna morða Ísraelsmanna á skæruliðum í vikunni. Ísraelsmenn voru fljótir að borga fyrir sig, því að ísraelsk herþyrla skaut tveim sprengjum að flóttamannabúðum Palestínumanna við Gaza fljótlega eftir árásina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×