Erlent

Þreyttir jafnhættulegir og ölvaðir

Læknar sem eru útkeyrðir af vinnuálagi eru jafnhættulegir í umferðinni og þeir sem keyra undir áhrifum áfengis. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem náði til 2800 lækna í Bandaríkjunum. Þeir vinna iðulega meira en tuttugu klukkutíma án hvíldar sem gerir þá jafnhættulega og ölvaða ökumenn þegar heim er ekið. Auk þess eru þeir nærri sex sinnum líklegri til þess að gera mistök í vinnunni heldur en úthvíldir samstarfsfélagar þeirra. Í löndum Evrópusambandsins mega læknar ekki vinna lengur en þrettán tíma í einu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×