Fleiri fréttir

Ísraelar afskrifa Arafat

Ísraelar hafa afskrifað Arafat sem leiðtoga Palestínumanna, vegna veikinda hans. Arafat segir hinsvegar að ef Guð leyfi, muni hann snúa aftur. Þótt ekki sé enn vitað hvaða sjúkdómur hrjáir Yasser Arafat, er ljóst að hann er fárveikur.

Buttigglione hættur við

Ítalski stjórnmálamaðurinn Rocco Buttiglione hefur lýst því yfir að hann sé hættur við að gefa kost á sér sem ráðherra dóms- og öryggismála hjá Evrópusambandinu. Buttiglione er kaþólikki og mikill trúmaður. Hann olli miklu uppnámi þegar hann lýsti því yfir að samkvæmt hans trúarbrögðum væri samkynhneigð synd.

Innrás í Fallujah?

Her Bandaríkjamanna og þjóðvarnarlið Íraka undirbúa nú meiriháttar árásir á borgina Fallujah, þar sem mikil óöld ríkir. Yfir 5 þúsund hermenn eru í viðbragðsstöðu, en ákvörðun um að láta til skarar skríða er í höndum forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar, Iyad Allawi.

Arafat líklega búinn að vera

Nánir samstarfsmenn Jassers Arafats segja að tíð hans sem leiðtoga Palestínumanna sé lokið vegna veikindanna sem nú hrjá hann. Fréttastofa CNN-sjónvarpsstöðvarinnar hefur það eftir hátt settum embættismönnum í Palestínu að Arafat sé ekki lengur andlega heill og sé því ekki í ástandi til þess að taka mikilvægar ákvarðanir.

Sjö létust

Hið minnsta sjö létust og sextán slösuðust í sprengjuárás á skrifstofur Al-Arabiya sjónvarpstöðvarinnar í miðborg Baghdad fyrir stundu. Sprengingin átti sér stað rétt utan við skrifstofur sjónvarpsstöðvarinnar og skemmdi þær verulega. Flestir þeirra sem fyrir árásinni urðu voru tæknimenn og bílstjórar sjónvarpsstöðvarinnar.

Átta hermenn létust

Átta bandarískir hermenn létust og níu slösuðust í bardögum í vesturhluta Baghdad í dag. Þar með hafa 858 hermenn Bandaríkjahers látið lífið í átökum í Írak, síðan ráðist var inn í landið í fyrra. Þrjú hundruð til viðbótar hafa látist af öðrum orsökum og alls hafa því yfir 1100 bandarískir hermenn látist í Írak á tæpu einu og hálfu ári.

Pútín vill byggja upp Tjéténíu

Pútín rússlandsforseti hvatti ríkisstjórn sína í gær til að hraða afgreiðslu bótagreiðslna til Tjéténa sem misst hafa heimili sín vegna óeirða.

Mikil óvissa

Óvissa er lykilorðið þessa síðustu daga kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum. Ótryggur kosningabúnaður, kosningaþátttaka og afskipti hryðjuverkaleiðtoga eru meðal þátta sem gætu haft áhrif á úrslit kosninganna.

Pólitísk handsprengja

Sérfræðingar víða um heim hafa lýst því yfir að myndbandsupptakan af Osama bin Laden sem send var út á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni á föstudagskvöld væri til þess ætluð að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Því hefur verið líkt við pólitíska handsprengju.

Páfagarður ósáttur við höfnun ESB

Páfagarður sakar Evrópusambandið um hræsni og nornaveiðar, fyrir að hafna Rocco Buttiglione í embætti dóms- og öryggismálastjóra sambandsins.

Forsetakosningar í Úkraínu

Í dag ganga íbúar Úkraínu á kjörstaði og kjósa sér nýjan forseta. Forsetaframbjóðendurnir sem líklegastir eru til sigurs eru forsætisráðherrann Viktor Yanukovych og fyrrum forsætisráðherra Viktor Yushchenko.

Falin sprengiefni í Írak

Peter Bouckaert, Starfsmaður mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sagði frá því í gær í samtali við fréttastofu AP að hann hafi tilkynnt bandarískum hermönnum um falinn geymslustað í borginni Baqouba, 55 kílómetrum norðaustur af Baghdad, í maí á síðasta ári.

Bandaríkjamenn kjósa snemma

Tvæpar tvær milljónir Flórídabúa hafa þegar greitt atkvæði utan kjörstaðar vegna forsetakosninganna sem haldnar verða á þriðjudag.

Útiloka að Arafat þjáist af hvítblæði

Læknar á hersjúkrahúsi í París hafa útilokað að Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna þjáist af hvítblæði. Arafat var fluttur til Parísar í gær vegna alvarlegra veikinda. "Arafat er ekki með hvítblæði", sagði Mohammed Rashid, einn helsti ráðgjafi Arafats í kvöld. "Læknar hafa útilokað það, útilokið það einnig," sagði Rashid á blaðamannafundi. Niðurstöður frekari rannsókna á veikindum Arafats er að vænta á miðvikudag.

Arafat á leið til Parísar

Arafat, leiðtogi Palestínumanna, er nú á leið til Parísar að leita læknishjálpar. Þetta er í fyrsta skipti í tvö og hálft ár sem Arafat, sem er 75 ára að aldri, yfirgefur Vesturbakkann. Stuðningsmenn hans fjölmenntu fyrir utan heimili hans þegar verið var að flytja hann af stað.

Sprengiefnin voru til staðar

Nú er komið í ljós að 377 tonn af mjög hættulegu sprengiefni, sem meðal annars nýtist við gerð kjarnavopna, voru í vopnageymslunum í Al Kvaka í Írak, þegar fyrstu bandarísku hermennirnir komu þangað skömmu eftir að Bagdad féll fyrir innrásarhernum.

Hætt við ferð á karnival

Friðrik krónprins Danmerkur og María krónprinsessa eru hætt við fyrirhugaða ferð á karnival í Ríó þar sem þau áttu að fara fyrir hópi fólks úr dönskum Sambaskóla. Ástæðan er sú að utanríkisráðuneytið hefur orðið þess áskynja að einn af forsvarsmönnum skólans í Ríó er þekktur undirheimamaður og er talið að skólinn, sem starfar víða um heim, tengist alþjóðlegum glæpasamtökum.

Stjórnarskrá ESB undirrituð

Stjórnarskrá Evrópusambandsins var undirrituð við hátíðlega athöfn í Róm í morgun. Leiðtogar ríkja ESB skiptust á að setjast við háborð og skrifa undir stjórnarskrána undir miklu klappi. Hún á að tryggja enn frekari samstarf og samvinnu Evrópusambandsríkjanna en hún hefur verið mikið deiluefni aðildarlandanna undanfarin ár.

Prósak slæmt fyrir börn

Prósaknotkun ungra barna getur leitt til geðrænna vandamála síðar í lífinu og óléttar konur ættu heldur ekki að nota þetta geðlyf. Þetta segja bandarískir vísindamenn sem hafa rannsakað áhrif lyfsins á mýs.

Allt púður í 10 ríki

Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum beina nú allri athygli sinni að tíu ríkjum, þar sem fylgi þeirra er hnífjafnt. John Kerry hlaut í gær stuðning úr óvæntri átt. Dálkahöfundur tímaritsins Congressional Quarterly, þar sem fylgst er með stjórnmálunum í Washington, baðst í gær undan því að færa rök fyrir spám um gengi frambjóðendanna á þriðjudaginn kemur.

Arafat kominn til Parísar

Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lenti nú fyrir stundu á herflugvelli í Frakklandi þar sem hann mun gangast undir læknismeðferð. Arafat, sem er sjötíu og fimm ára gamall, verður lagður inn á hersjúkrahús í útjaðri Parísar og öryggisgæsla þar hefur verið hert gríðarlega. Meðal annars hafa lögreglumenn tekið sér stöðu á þaki sjúkrahússins.

Verkfall í Danmörku

Starfsmenn fréttastofu danska Ríkisútvarpsins lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla því að störf verði flutt frá Kaupmannahöfn til Árósa. Þaðan voru störfin flutt til Kaupmannahafnar fyrir aðeins fjórum mánuðum.

13 handteknir á Spáni

Lögreglan á Spáni hefur handtekið 13 menn, grunaða um að hafa ætlað að sprengja upp hæstarétt landsins. Að sögn lögregluyfirvalda stóð til að keyra trukk með 500 kílóum af sprengiefni að hæstaréttinum og sprengja hann í loft upp þar. Lögreglan hefur þó ekki enn fundið hið meinta sprengiefni.

100 þúsund borgarar hafa látist

Um 100 þúsund óbreyttir borgarar hafa látist í Írak síðan Bandaríkin réðust inn í landið í fyrra. Þetta kemur fram í mati heilbrigðissérfræðinga í Írak og Bandaríkjunum. Eftir innrásina hafa líkur óbreyttra borgara á að láta lífið aukist um meira en helming.

Lok, lok og læs utan Bandaríkjanna

Heimasíða George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur verið lokuð netnotendum utan Bandaríkjanna frá því á mánudag. Þeir sem hafa áhuga á því að kynna sér stefnumál forsetans, en búa utan Bandaríkjanna verða því að leita á önnur mið. 

þrír handteknir vegna mannráns

Yfirvöld í Afganistan hafa handtekið þrjá menn og telja sig hafa fundið jeppa, sem var notaður til þess að ræna fjórum starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í Kabúl í gær. Ekkert er hinsvegar vitað um örlög fólksins sem var rænt.

Íranir þráast við

Alþjóða kjarnrkumálastofnunin hefur boðist til þess að tryggja Írönum eldsneyti fyrir kjarnorkuver sín, til þess að Íranar þurfi ekki sjálfir að standa í því að auðga sitt eigið úraníum. Tilboðið er lagt fram til þess að reyna að fá Írana ofan af tilraunum sínum til þess að auðga úraníum sem hægt verði að nota í kjarnorkusprengjur.

Gutenberg ekki fyrstur?

Ítalskur fræðimaður hefur valdið miklu uppnámi með því að halda því fram vel geti verið að Jóhannes Gutenberg eigi ekki heiðurinn af því að hafa prentað fyrstu bók í Evrópu. Bruno Fabbiani, sem er fyrirlesari við tækniskólann í Torino, segir að Gutenberg hafi notað stimpla við prentun sína, en ekki lausa stafi.

Þarf frekari rannsóknir

Franskir læknar segja að þeir þurfi að rannsaka Yasser Arafat, í nokkra daga, til þess að komast að því hvaða sjúkdómur hrjái hann. Arafat var lagður inn á hersjúkrahús í París í dag. Talsmaður leiðtogans segir að hann hafi þjáðst af iðrakveisu, í að minnsta kosti þrjár vikur, en ljóst sé að eitthvað sé meira að honum en það.

Hjálp þar sem neyðin er mest

Aðbúnaður fatlaðra í þróunarlöndunum er afar bágborinn en fæstir þeirra fá meðferð eða menntun við sitt hæfi. Fordómar og bábiljur hafa víða gert hag þeirra ömurlegri en orð fá lýst.

Arafat skoðaður í París næstu daga

Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, var í morgun fluttur á hersjúkrahús í útjaðri Parísar þar sem hann mun gangast undir ítarlega læknisskoðun. Arafat virtist veikburða í morgun, en hann hefur að undanförnu legið sárþjáður af einhvers konar iðrakveisu. Óttast er að hann gæti verið með hvítblæði.

Kerry og Edwards í stuði

John Kerry og John Edwards virðast komnir í sóknarham nú á lokaspretti kosningabaráttunnar í Bandaríkjunum og nota hvert tækifæri til að sverta orðspor keppinautanna.

Ekkert samræmt kosningakerfi

Ekkert samræmt kosningakerfi er við lýði í Bandaríkjunum og hverju ríki er í sjálfsvald sett hvernig það hagar framkvæmd kosninga. Þar sem mjótt er á mununum í mörgum ríkjum er óttast að sama klúðrið setji svip sinn á þessar kosningar og þær síðustu.

Undirritun í skugga óvissu

Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins undirrituðu stjórnarskrá Evrópusambandsins í Róm í gær. Undirskriftin þýðir þó ekki að allt sé afstaðið því í það minnsta níu aðildarríkjanna ætla að bera stjórnarskrána undir þjóðaratkvæði.

Myrti tíu í erfidrykkju

Kínversk ekkja sem myrti tíu gesti í erfidrykkju eiginmanns síns hefur verið tekin af lífi. Konan eitraði fyrir gestunum með rottueitri sem hún blandaði út í mat sem hún bauð upp á. 23 til viðbótar veiktust en hafa jafnað sig, yngstur þeirra sem lifðu eitrunina af var þriggja ára drengur.

Halliburton aftur í kastljósið

Bandaríska stórfyrirtækið Halliburton og tengsl þess við Bandaríkjastjórn eru í brennidepli eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hóf rannsókn á úthlutun verkefna í Írak til félagsins án útboðs til að athuga hvort glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Rannsóknin snýst að sögn lögreglu ekki að neinum sem starfar í Hvíta húsinu.

Innbyggt vantraust

Ein helsta ástæðan fyrir því hversu illa Bandaríkjamönnum hefur gengið að koma upp kosningakerfi sem virkar er sterk viðleitni ríkis- og sveitarstjórna á hverjum stað til að ráða sjálf sínum málum, segir Michael T. Corgan, prófessor í flotafræðum og stjórnmálafræði við háskólann í Boston í Massachusetts.

Í hlutverki spellvirkjans

Michael Badnarik, forsetaefni Frjálshyggjuflokksins, gerir sér ekki vonir um að hafa sigur í einu einasta ríki Bandaríkjanna á kjördag. Hann og stuðningsmenn hans vona hins vegar að þeir geti haft áhrif á úrslitin í tveimur ríkjum þar sem svo litlu munar á George W. Bush og John Kerry að fá atkvæði geta ráðið úrslitum.

Á suðupunkti í Flórída

Í Flórída er heitt í kolunum vegna klúðurs sem hefur orðið í framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu og ásakana fulltrúa beggja stóru flokkanna í hvors annars garðs.

Baráttan nær til Hawaii

Íbúar Hawaii upplifa nú nokkuð sem þeir eru ekki vanir þegar forsetakosningar eru annars vegar, nefnilega það að kosningastjórnir forsetaefnanna senda menn til að vinna þá á sitt band.

Vísitalan mælir gegn Bush

George W. Bush Bandaríkjaforseti nær ekki endurkjöri ef marka má kenningu Jeffrey Hirsch, útgefanda Stock Traders Almanac. Hann segir að þegar Dow Jones vísitalan lækkar um hálft prósent eða meira frá lokum september til kjördags nái forsetinn ekki endurkjöri, nú hefur hún lækkað um 0,75 prósent.

Arafat við dauðans dyr?

Óttast er að Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, sé við dauðans dyr eftir að hann hné niður í gær og missti meðvitund um tíma. Þúsundir manna fjölmenntu fyrir utan heimili hans í gær. Vitað er að Arafat hefur átt við alvarleg veikindi að stríða að undanförnu en embættismenn í Palestínu neita enn að staðfesta að ástand hans sé tvísýnt.

Snarpur jarðskjálfti í Rúmeníu

Snarpur jarðskjálfti varð í Rúmeníu í gærkvöldi. Skjálftinn mældist 5,8 á Richter. Skjálftans varð víða vart í landinu og einnig í Tyrklandi, Moldavíu og Úkraínu. Ekki hafa borist fregnir af manntjóni en upptök skjálftans voru í Vrancea sem eru 175 kílómetra norðaustur af Búkarest.

Sjá næstu 50 fréttir