Erlent

Prestar spurðir um kosningar

"Mér finnst Bush ekki taka góðar ákvarðanir og hann er ekki friðarsinni. Ég er friðarsinni og ég trúi á samningaleiðina fram í rauðan dauðann. Kerry virkar á mig sem meiri friðarsinni en það getur svo sem verið að það breytist ef hann verður kosinn. Það er oft sem innri maður kemur í ljós þegar einhverjum hlotnast völd. Mér finnst Bush ekki traustsins verður og ég óttast hann. Ég óttast ákvarðanir hans og þær lífsskoðanir sem hann hefur. Kerry getur ekki verið mikið verri en hann." Hvorn myndir þú kjósa? "Ef ég væri Bandaríkjamaður þá myndi ég skoða málið betur en ég geri sem íslenskur prestur. Það er ekki ólíklegt að ég myndi kjósa Bush en ég myndi skoða feril hans betur og hlusta á það sem hann hefur fram að færa." Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur í Kvennakirkjunni. "Ég treysti Kerry betur og bind miklar vonir við hann. Ég vona að önnur stefna komist á í alþjóðamálum ef hann kemst til valda. Mér finnst Bush ekki hafa staðið sig vel en hann á samúð mína alla. Ég myndi ekki vilja vera í hans sporum. Það þarf að breyta um stjórnarfar í Bandaríkjunum og ég treysti Kerry til að gera það." Hvorn myndir þú kjósa? "Ég veit ekki hvorn ég myndi kjósa ef ég væri Bandaríkjamaður en frá íslenskum bæjardyrum séð myndi ég velja Kerry." Sigríður Munda Jónsdóttir, prestur á Ólafsfirði. "Ég treysti Kerry því ég held að hann eigi eftir að standa sig vel. Ég hef fylgst vel með þessari kosningabaráttu og mér finnst Bush alls ekki hafa staðið sig í stykkinu í forsetaembættinu. Kerry er með mjög ferskar hugmyndir í sambandi við kvenréttindi og fóstureyðingar til dæmis en ekki er það sama uppi á teningnum með Bush. Hann er ekki mjög frjálslyndur maður." Hvorn myndir þú kjósa? "Kerry."
Auður Eir Vilhjálmsdóttir.Mynd/Teitur
Sigríður Munda Jónsdóttir.Mynd/Róbert



Fleiri fréttir

Sjá meira


×