Erlent

Sprengiefnin voru til staðar

Nú er komið í ljós að 377 tonn af mjög hættulegu sprengiefni, sem meðal annars nýtist við gerð kjarnavopna, voru í vopnageymslunum í Al Kvaka í Írak, þegar fyrstu bandarísku hermennirnir komu þangað skömmu eftir að Bagdad féll fyrir innrásarhernum. Upptökur sjónvarpsmanna frá sjónvarpsstöð í Minneapolis sýna þetta ótvírætt, en bandarísk stjórnvöld hafa haldið því fram að sprengiefninu hafi verið stolið úr geymslunum áður en bandarískir hermenn komu þangað fyrst og er þetta orðið að heitu kosningamáli fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Innsigli Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar voru enn á geymslunum þegar hermennirnir komu að, en eftir að þeir höfðu rofið það og skoðað birgðirnar, héldu þeir á brott þar sem þeir fengu ekki skipun um að halda vörð á staðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×