Erlent

Gutenberg ekki fyrstur?

Ítalskur fræðimaður hefur valdið miklu uppnámi með því að halda því fram vel geti verið að Jóhannes Gutenberg eigi ekki heiðurinn af því að hafa prentað fyrstu bók í Evrópu. Bruno Fabbiani, sem er fyrirlesari við tækniskólann í Torino, segir að Gutenberg hafi notað stimpla við prentun sína, en ekki lausa stafi. Áður en lausir stafir, sem hægt var að raða saman, voru notaðir, voru síður bóka skornar út í tré, og svo stimplaðar, á síðurnar. Fabbiani hefur gert yfir þrjátíu tilraunir sem eiga að sýna framá að Biblía Gutenbergs sé stimpluð en ekki prentuð. Gutenberg prentaði 180 biblíur á árunum 1452 til 1454. Aðeins 48 eintök eru ennþá til, og eru þær taldar heimsins dýrmætustu bækur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×