Erlent

Arafat líklega búinn að vera

Nánir samstarfsmenn Jassers Arafats segja að tíð hans sem leiðtoga Palestínumanna sé lokið vegna veikindanna sem nú hrjá hann. Fréttastofa CNN-sjónvarpsstöðvarinnar hefur það eftir hátt settum embættismönnum í Palestínu að Arafat sé ekki lengur andlega heill og sé því ekki í ástandi til þess að taka mikilvægar ákvarðanir. Búist er við að núvernadi forsætisráðherra Palestínu og fyrrverandi forsætisráðherra landsins muni skipta með sér völdum, en Arafat verður þó ekki settur af opinberlega fyrr en í fyrsta lagi eftir að hann kemur heim til Palestínu á nýjan leik. Sem stendur er hann í París, þar sem þarlendir læknar huga að veikindum hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×