Erlent

Vísitalan mælir gegn Bush

George W. Bush Bandaríkjaforseti nær ekki endurkjöri ef marka má kenningu Jeffrey Hirsch, útgefanda Stock Traders Almanac. Hann segir að þegar Dow Jones vísitalan lækkar um hálft prósent eða meira frá lokum september til kjördags nái forsetinn ekki endurkjöri, nú hefur hún lækkað um 0,75 prósent. Þetta hefur gengið eftir frá árinu 1904 ef undan eru skilin árin 1956 þegar Rússar réðust inn í Ungverjaland í október og 1984 þegar vísitalan lækkaði um 0,6 prósent eftir miklar hækkanir næstu misseri á undan, þá vann Ronald Reagan með yfirburðum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×