Fleiri fréttir Kerry stendur betur í lykilríkjum John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega. 28.10.2004 00:01 Hjálparvana fórnarlömb goðsögn Hjálparvana fórnarlömb á hamfarasvæðum er goðsögn, samkvæmt árbók Alþjóðasambands Rauða kross félaga um hjálparstarf og hamfarir. Þrisvar sinnum fleiri biðu bana vegna hamfara á síðasta ári en árið þar á undan. 28.10.2004 00:01 Pólitískt mannrán eða fjárkúgun? Ekki er enn vitað hvort mannránið á þrem starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun sé svipað þeim sem átt hafa sér stað í Írak eða hvort einfaldlega sé um fjárkúgun að ræða. Sé hið fyrrnefnda ástæðan og tilgangurinn pólitískur megi fastlega gera ráð fyrir því að margar hjálparstofnanir hverfi burt frá Afganistan. 28.10.2004 00:01 Segjast hafa aflífað 11 Íraka Íröksku skæruliðasamtökin Her Ansar al-Sunna segjast hafa drepið ellefu menn úr þjóðvarðaliði Íraka sem þeir rændu í síðustu viku. Samtökin halda þessu fram á vefsíðu sinni í dag þar sem einnig eru birtar myndir af hinum meintu fórnarlömbum. 28.10.2004 00:01 Fátækt minnki um helming Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram áætlun um hvernig ná megi markmiðunum sem sett voru í svokallaðri þúsaldaryfirlýsingu SÞ. 28.10.2004 00:01 Bandaríkjamenn firra sig ábyrgð Bandaríska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að tæplega 400 tonnum af sprengiefni, sem forsetaframbjóðandinn John Kerry segir hafa horfið úr Írak fyrir framan nefið á Bandaríkjaher, gæti hafa verið fjarlægt áður en ráðist var inn í Írak. 28.10.2004 00:01 Enn eitt klúðrið skekur Flórída Spennan í kringum bandarísku forsetakosningarnar jókst enn í Flórída þegar í ljós kom að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst. 28.10.2004 00:01 Fleiri þúsund löggur á vakt Mikil öryggisgæsla er í Róm í dag vegna undirritunar stjórnarskrár Evrópusambandsins. Hundruð fyrirmenna verða í borginni af þeim sökum, þeirra á meðal þjóðhöfðingjar allra 25 aðildarríkja Evrópusambandsins og fjögurra ríkja sem hafa sótt um aðild. 28.10.2004 00:01 Sakaðir um harðneskju Forsvarsmenn bandarískra mannréttindasamtaka lýsa áhyggjum af því hversu harkalega hefur verið gengið fram gegn mótmælendum þar sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur verið með kosningasamkomur að því er fram kemur í Washington Post. 28.10.2004 00:01 41 bjargað úr sjávarháska Spænskir björgunarsveitarmenn björguðu 41 ólöglegum innflytjanda úr sjávarháska í spænskri landhelgi. Fólkið fannst tíu klukkutímum eftir að einhver úr hópnum hringdi úr farsíma í björgunarsveitir og sagði fólkið í hættu. Nítján karlmenn, átján konur og fjögur ung börn voru um borð í yfirfullum báti sem hafði verið á reki í þrjá daga. 28.10.2004 00:01 Þremur rænt í Kabúl Vopnaðir menn rændu þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna á götu í Kabúl í gær. Fólkið, filippseyskur karlmaður og tvær evrópskar konur, var á ferð ásamt bílstjóra sínum þegar fimm vopnaðir menn keyrðu bíl sínum í veg fyrir bíl þeirra og neyddu þremenningana til að fara með sér. 28.10.2004 00:01 Táningur fyrir rétt Sextán ára piltur er fyrsti einstaklingurinn sem réttað er yfir vegna hryðjuverkaárásanna í Madríd sem kostuðu nær 200 manns lífið. Saksóknari ákærði piltinn fyrir að flytja sprengiefni sem var notað í árásunum og krafðist átta ára fangelsisdóms yfir piltinum. 28.10.2004 00:01 Berjast um atkvæðin John Kerry er "vitlaus maður fyrir vitlaust starf á vitlausum tíma," sagði George W. Bush þegar hann gagnrýndi mótframbjóðanda sinn harkalega á kosningafundi í gær. Orðin eru svipuð þeim sem Kerry lét falla um innrásina í Írak sem hann kallaði "vitlaust stríð á vitlausum stað á vitlausum tíma". 28.10.2004 00:01 Hóta að myrða sjö ára barn Mannræningjar í Írak hótuðu að myrða sjö ára dreng ef fjölskylda hans greiddi ekki andvirði rúmra fjögurra milljóna króna í lausnargjald að sögn föður drengsins. 28.10.2004 00:01 Sprenging á hóteli í Pakistan Mikil sprenging varð fyrir stundu við Marriott-hótelið í miðborg Islamabads. höfuðborgar Pakistans. Gler og og aðrir hlutar framhliðar byggingarinnar þeyttust langar leiðir og ljóst að fjöldi fólks slasaðist. Ekkert liggur fyrir á þessari stundu hvað gerðist eða hver er valdur að því. 28.10.2004 00:01 Skutu átta ára stúlku til bana Átta ára palestínsk stúlka var skotin til bana þegar hún gekk framhjá varðstöð Ísraelshers á leið sinni í skólann. Stúlkan varð fyrir skotum ísraelskra hermanna sem talið er að hafi verið að skjóta í átt að palestínskum vígamönnum sem skutu eldflaugum að landnemabyggð Palestínumanna. Sex særðust í þeirri árás. 28.10.2004 00:01 Arafat til Parísar? Allar líkur eru á að Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, fari til Parísar í læknismeðferð. Þetta er haft eftir aðstoðarmönnum hans. Arafat veiktist hastarlega og hafa fregnir af líðan hans verið mjög misvísandi. 28.10.2004 00:01 Arafat til Parísar Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, verður fluttur til Parísar til aðhlynningar. Læknar hans ákváðu þetta fyrir stundu eftir að frönsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á það. 28.10.2004 00:01 Elísabet ræðir Dresden-árásina Þjóðverjar bíða með nokkrum spenningi eftir því hvernig Elísabet Englandsdrottning mun fjalla um loftárásir Breta á borgina Dresden í seinni heimsstyrjöldinni á samkomu bráðlega. Þjóðverjar eru smám saman að opna sig varðandi þjáningar þýsku þjóðarinnar en Seinni heimsstyrjöldin hefur lengst af verið hálfgert bannorð þar í landi. 28.10.2004 00:01 Umbrotasöm ævi Arafats Yasser Arafat hefur leitt Palestínumenn í frelsisbaráttu sinni síðan á sjöunda áratugnum. Versnandi heilsa hefur hins vegar vakið spurningar um hvort nú sjái fyrir endann á þátttöku hans í stjórnmálum. 28.10.2004 00:01 Atkvæðaseðlar í Flórída týndir Svo virðist sem megnið af 58 þúsund utankjörfundaratkvæðaseðlum í Flórída hafi týnst í pósti. Fjölmargir seðlar týndust í sýslu þar sem demókratar unnu með yfirburðum í síðustu kosningum. 28.10.2004 00:01 Dýrustu kosningar sögunnar Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. 28.10.2004 00:01 Arafat fluttur á sjúkrahús í París Ákveðið var í gærkvöldi að fljúga með Jasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu, til Parísar. Þar mun Arafat, sem hefur verið mikið veikur undanfarið, leggjast inn á sjúkrahús til læknismeðferðar. 28.10.2004 00:01 Fleiri Bretar til Bagdad Bretar byrjuðu í morgun að flytja hluta herliðs síns frá Basra í Suður-Írak í átt til Bagdad, að ósk Bandaríkjamanna en í óþökk fjölmargra breskra þingmanna, þeirra á meðal þingmanna úr Verkamannaflokki Tonys Blairs forsætisráðherra. Mun friðvænlegra hefur verið í Basra en í Bagdad og mannfall þar hverfandi miðað við í höfuðborginni. 27.10.2004 00:01 Enn jarðskjálftar í Japan Hús hrundu þegar jarðskjálftar riðu yfir norðurhluta Japans í morgun en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Aðstæður í Japan voru vægast sagt slæmar í morgun þegar skjálftarnir riðu yfir. Yir hundrað þúsund manns hafast við í hjálparskýlum og hús eru illa farin eftir skjálftana um helgina og á mánudaginn. 27.10.2004 00:01 Barroso dró tillöguna til baka Romano Prodi og stjórn hans mun verða áfram við stjórnvölinn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir að Jose Manuel Barroso, væntanlegur formaður framkvæmdastjórnarinnar, tók til baka tillögu sína um skipun 25 manna stjórnar sambandsins nú fyrir stundu. 27.10.2004 00:01 Lánuðu Bandaríkjamönnum hertól Komið er í ljós að norsk stjórnvöld, sem sögðust á sínum tíma vera andvíg innrásinni í Írak, lánuðu Bandaríkjaher laser-ljósabúnað til að velja skotmörk, og ýmis önnur hertól, og sendu þau til Kúveit aðeins nokkrum dögum fyrir innrásina. Málið þykir því hið vandræðalegasta fyrir Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra og ríkisstjórn hans. 27.10.2004 00:01 Vilja ekki verja Milosevic Verjendur Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafa óskað eftir því að verða leystir frá störfum og vilja ekki verja hann lengur í réttarhöldunum yfir honum hjá alþjóðastríðsdómstólnum í Haag. Talsmenn dómstólsins greindu frá þessu í morgun. 27.10.2004 00:01 Prodi segist halda áfram Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur samþykkt að gegna starfinu áfram „að svo stöddu“, eins og hann orðaði það, en Jose Manuel Barroso, væntanlegur formaður framkvæmdastjórnarinnar, dró til baka tillögu sína um skipun 25 manna stjórnar sambandsins fyrr í morgun. 27.10.2004 00:01 Málefnafátækt hjá Bush og Kerry Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn. 27.10.2004 00:01 Mikill titringur í Noregi Komið er í ljós að norsk stjórnvöld, sem sögðust á sínum tíma vera andvíg innrásinni í Írak, lánuðu Bandaríkjaher leysiljósabúnað til að velja skotmörk og sendu þau til Kúveits aðeins nokkrum dögum fyrir innrásina. Mikill titringur er í Noregi vegna málsins. 27.10.2004 00:01 Buttiglione enn fulltrúi Ítalíu Utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini, segir Rocco Buttiglione enn vera fulltrúa Ítalíu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, mun ræða við Jose Manuel Barroso, væntanlegan formann framkvæmdastjórnarinnar, um deiluna sem upp er risin innan ESB. 27.10.2004 00:01 Sviss í Schengen Sviss gekk í dag formlega inn í Schengen-samtarfið en full þátttaka hefst ekki fyrr en á árinu 2007. Þá tekur Sviss þátt í Dyflinnarsamstarfi Evrópusambandsins ásamt Íslandi og Noregi um hvaða ríki skuli fara með umsókn um pólitískt hæli sem borin er fram í einhverju aðildarríkjanna. 27.10.2004 00:01 Engin leið að spá um úrslitin Úrslitin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum ráðast að líkindum í nokkrum lykilríkjum og þar er tvísýnan ennþá meiri en annars staðar. Í tveimur þeirra ríkja sem að líkindum munu ráða miklu um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna er engin leið að sjá hvorum vegnar betur. 27.10.2004 00:01 5000 hektara svæði brunnið Sýrlenskum og tyrkneskum slökkviliðsmönnum hefur tekist að ná tökum á miklum skógareldum á landamærum þjóðanna. Einn maður hefur þegar látið lífið af völdum eldanna og fjölmargir slasast. 27.10.2004 00:01 Kjörmennirnir í kjöraðstöðu Bandaríkjamenn kjósa á þriðjudaginn 538 kjörmenn sem síðan ákveða hvor sest að í Hvíta húsinu, Bush eða Kerry. Kjörmannakerfið hefur í för með sér að ekki er sjálfgefið að sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær verður forseti. 27.10.2004 00:01 Tíu prósent hafa þegar kosið Einn af hverjum tíu líklegum kjósendum í bandarísku forsetakosningunum hafa þegar greitt atkvæði samkvæmt skoðanakönnun fyrir fréttastofu sjónvarpstöðvarinnar ABC. Af þeim greiddu 51 prósent repúblikananum George W. Bush atkvæði en 47 prósent demókratanum John Kerry. 27.10.2004 00:01 Draga misjafnan lærdóm af sögunni George W. Bush Bandaríkjaforseti og demókratinn John Kerry vitnuðu til starfa fyrrverandi forseta úr röðum demókrata og komust að sömu niðurstöðu, að andstæðingur sinn stæðist engan veginn samanburð við þá. 27.10.2004 00:01 Verjandi Milosevic vill hætta Verjandi Slobodans Milosevic, fyrrum Júgóslavíuforseta, hefur óskað eftir því að vera leystur frá vörn Milosevic. Steven Kay hefur áður kvartað undan því að hann geti ekki varið Milosevic vegna þess að forsetinn fyrrverandi neitar öllu samstarfi við hann auk þess sem hann eigi erfitt með að hafa upp á vitnum sem séu reiðubúin að mæta fyrir rétt. 27.10.2004 00:01 Framkvæmdastjórnin í uppnámi Skipan næstu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er í uppnámi eftir að Jose Manuel Barroso dró til baka tillögu sína um skipun stjórnarinnar Þá var ljóst að þingmenn myndu ekki veita framkvæmdastjórninni brautargengi vegna andstöðu þeirra við ítalska frambjóðandann sem fara á með dómsmál í framkvæmdastjórninni. 27.10.2004 00:01 Bjarga drukknum Írum upp úr á Drukknir Dyflinarbúar gera slökkviliðsmönnum í írsku höfuðborginni lífið leitt. Ástæðan er sú að í viku hverri stökkva eða falla drukknir einstaklingar fram af göngubrúm sem liggja yfir Liffey-ána sem skiptir miðborg Dyflinar í tvennt. 27.10.2004 00:01 Stofna nýja Al-Jazeera Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera byrjar rekstur enskumælandi fréttasjónvarpsstöðvar fyrir lok næsta árs. Að sögn Nigel Parsons, eins stjórnenda fyrirtækisins, verður megináherslan á fréttaflutning frá þróunarlöndum, nokkuð sem stjórnendum Al-Jazeera finnst enskumælandi fréttastöðvar hafa sinnt of lítið. 27.10.2004 00:01 Nauðungarhjónabönd verði refsiverð Breska stjórnin ætlar að skoða möguleika á að gera það refsivert að neyða fólk í hjónaband, sagði David Blunkett innanríkisráðherra Bretlands. Hann sagði stjórnvöld líka ætla að hækka lágmarksaldur fólks sem fengi að koma til landsins sem makar þeirra sem fyrir eru í Bretlandi. 27.10.2004 00:01 Stríðsglæpamaður til Danmerkur Serbneskur stríðsglæpamaður verður fluttur til Danmerkur þar sem hann afplánar átján ára dóm sem Alþjóðlegi refsidómstóllinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu kvað upp yfir honum vegna stríðsglæpa í borgarastríðinu á síðasta áratug. Hann er fyrsti stríðsglæpamaðurinn sem er fluttur til Danmerkur til afplánunar að því er fram kemur á vef Information. 27.10.2004 00:01 Heimasíðan bara fyrir Bandaríkin Það þýðir lítið fyrir áhugamenn um bandarísk stjórnmál utan Bandaríkjanna að reyna að sækja sér upplýsingar um George W. Bush Bandaríkjaforseta á heimasíðu hans. Heimasíðunni var á dögunum lokað fyrir allri umferð frá löndum utan Bandaríkjanna að því er virðist til að minnka álag á hana. 27.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Kerry stendur betur í lykilríkjum John Kerry hefur meira fylgi en George Bush í fimm af lykilríkjunum svokölluðu þar sem úrslit forsetakosninganna munu að líkindum ráðast. Frambjóðendurnir endasendast nú á milli þessara ríkja og kyssa börn sem mest þeir mega. 28.10.2004 00:01
Hjálparvana fórnarlömb goðsögn Hjálparvana fórnarlömb á hamfarasvæðum er goðsögn, samkvæmt árbók Alþjóðasambands Rauða kross félaga um hjálparstarf og hamfarir. Þrisvar sinnum fleiri biðu bana vegna hamfara á síðasta ári en árið þar á undan. 28.10.2004 00:01
Pólitískt mannrán eða fjárkúgun? Ekki er enn vitað hvort mannránið á þrem starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun sé svipað þeim sem átt hafa sér stað í Írak eða hvort einfaldlega sé um fjárkúgun að ræða. Sé hið fyrrnefnda ástæðan og tilgangurinn pólitískur megi fastlega gera ráð fyrir því að margar hjálparstofnanir hverfi burt frá Afganistan. 28.10.2004 00:01
Segjast hafa aflífað 11 Íraka Íröksku skæruliðasamtökin Her Ansar al-Sunna segjast hafa drepið ellefu menn úr þjóðvarðaliði Íraka sem þeir rændu í síðustu viku. Samtökin halda þessu fram á vefsíðu sinni í dag þar sem einnig eru birtar myndir af hinum meintu fórnarlömbum. 28.10.2004 00:01
Fátækt minnki um helming Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram áætlun um hvernig ná megi markmiðunum sem sett voru í svokallaðri þúsaldaryfirlýsingu SÞ. 28.10.2004 00:01
Bandaríkjamenn firra sig ábyrgð Bandaríska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að tæplega 400 tonnum af sprengiefni, sem forsetaframbjóðandinn John Kerry segir hafa horfið úr Írak fyrir framan nefið á Bandaríkjaher, gæti hafa verið fjarlægt áður en ráðist var inn í Írak. 28.10.2004 00:01
Enn eitt klúðrið skekur Flórída Spennan í kringum bandarísku forsetakosningarnar jókst enn í Flórída þegar í ljós kom að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst. 28.10.2004 00:01
Fleiri þúsund löggur á vakt Mikil öryggisgæsla er í Róm í dag vegna undirritunar stjórnarskrár Evrópusambandsins. Hundruð fyrirmenna verða í borginni af þeim sökum, þeirra á meðal þjóðhöfðingjar allra 25 aðildarríkja Evrópusambandsins og fjögurra ríkja sem hafa sótt um aðild. 28.10.2004 00:01
Sakaðir um harðneskju Forsvarsmenn bandarískra mannréttindasamtaka lýsa áhyggjum af því hversu harkalega hefur verið gengið fram gegn mótmælendum þar sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur verið með kosningasamkomur að því er fram kemur í Washington Post. 28.10.2004 00:01
41 bjargað úr sjávarháska Spænskir björgunarsveitarmenn björguðu 41 ólöglegum innflytjanda úr sjávarháska í spænskri landhelgi. Fólkið fannst tíu klukkutímum eftir að einhver úr hópnum hringdi úr farsíma í björgunarsveitir og sagði fólkið í hættu. Nítján karlmenn, átján konur og fjögur ung börn voru um borð í yfirfullum báti sem hafði verið á reki í þrjá daga. 28.10.2004 00:01
Þremur rænt í Kabúl Vopnaðir menn rændu þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna á götu í Kabúl í gær. Fólkið, filippseyskur karlmaður og tvær evrópskar konur, var á ferð ásamt bílstjóra sínum þegar fimm vopnaðir menn keyrðu bíl sínum í veg fyrir bíl þeirra og neyddu þremenningana til að fara með sér. 28.10.2004 00:01
Táningur fyrir rétt Sextán ára piltur er fyrsti einstaklingurinn sem réttað er yfir vegna hryðjuverkaárásanna í Madríd sem kostuðu nær 200 manns lífið. Saksóknari ákærði piltinn fyrir að flytja sprengiefni sem var notað í árásunum og krafðist átta ára fangelsisdóms yfir piltinum. 28.10.2004 00:01
Berjast um atkvæðin John Kerry er "vitlaus maður fyrir vitlaust starf á vitlausum tíma," sagði George W. Bush þegar hann gagnrýndi mótframbjóðanda sinn harkalega á kosningafundi í gær. Orðin eru svipuð þeim sem Kerry lét falla um innrásina í Írak sem hann kallaði "vitlaust stríð á vitlausum stað á vitlausum tíma". 28.10.2004 00:01
Hóta að myrða sjö ára barn Mannræningjar í Írak hótuðu að myrða sjö ára dreng ef fjölskylda hans greiddi ekki andvirði rúmra fjögurra milljóna króna í lausnargjald að sögn föður drengsins. 28.10.2004 00:01
Sprenging á hóteli í Pakistan Mikil sprenging varð fyrir stundu við Marriott-hótelið í miðborg Islamabads. höfuðborgar Pakistans. Gler og og aðrir hlutar framhliðar byggingarinnar þeyttust langar leiðir og ljóst að fjöldi fólks slasaðist. Ekkert liggur fyrir á þessari stundu hvað gerðist eða hver er valdur að því. 28.10.2004 00:01
Skutu átta ára stúlku til bana Átta ára palestínsk stúlka var skotin til bana þegar hún gekk framhjá varðstöð Ísraelshers á leið sinni í skólann. Stúlkan varð fyrir skotum ísraelskra hermanna sem talið er að hafi verið að skjóta í átt að palestínskum vígamönnum sem skutu eldflaugum að landnemabyggð Palestínumanna. Sex særðust í þeirri árás. 28.10.2004 00:01
Arafat til Parísar? Allar líkur eru á að Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, fari til Parísar í læknismeðferð. Þetta er haft eftir aðstoðarmönnum hans. Arafat veiktist hastarlega og hafa fregnir af líðan hans verið mjög misvísandi. 28.10.2004 00:01
Arafat til Parísar Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, verður fluttur til Parísar til aðhlynningar. Læknar hans ákváðu þetta fyrir stundu eftir að frönsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á það. 28.10.2004 00:01
Elísabet ræðir Dresden-árásina Þjóðverjar bíða með nokkrum spenningi eftir því hvernig Elísabet Englandsdrottning mun fjalla um loftárásir Breta á borgina Dresden í seinni heimsstyrjöldinni á samkomu bráðlega. Þjóðverjar eru smám saman að opna sig varðandi þjáningar þýsku þjóðarinnar en Seinni heimsstyrjöldin hefur lengst af verið hálfgert bannorð þar í landi. 28.10.2004 00:01
Umbrotasöm ævi Arafats Yasser Arafat hefur leitt Palestínumenn í frelsisbaráttu sinni síðan á sjöunda áratugnum. Versnandi heilsa hefur hins vegar vakið spurningar um hvort nú sjái fyrir endann á þátttöku hans í stjórnmálum. 28.10.2004 00:01
Atkvæðaseðlar í Flórída týndir Svo virðist sem megnið af 58 þúsund utankjörfundaratkvæðaseðlum í Flórída hafi týnst í pósti. Fjölmargir seðlar týndust í sýslu þar sem demókratar unnu með yfirburðum í síðustu kosningum. 28.10.2004 00:01
Dýrustu kosningar sögunnar Kosningarnar í ár verða þær dýrustu í bandarískri stjórnmálasögu og peningar skipta höfuðmáli í kosningabaráttunni. Ingólfur Bjarni Sigfússon komst að því að frambjóðendurnir þurfa að vera ríkir og safna gríðarlegum fjárhæðum til að eiga nokkra von um sigur. 28.10.2004 00:01
Arafat fluttur á sjúkrahús í París Ákveðið var í gærkvöldi að fljúga með Jasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu, til Parísar. Þar mun Arafat, sem hefur verið mikið veikur undanfarið, leggjast inn á sjúkrahús til læknismeðferðar. 28.10.2004 00:01
Fleiri Bretar til Bagdad Bretar byrjuðu í morgun að flytja hluta herliðs síns frá Basra í Suður-Írak í átt til Bagdad, að ósk Bandaríkjamanna en í óþökk fjölmargra breskra þingmanna, þeirra á meðal þingmanna úr Verkamannaflokki Tonys Blairs forsætisráðherra. Mun friðvænlegra hefur verið í Basra en í Bagdad og mannfall þar hverfandi miðað við í höfuðborginni. 27.10.2004 00:01
Enn jarðskjálftar í Japan Hús hrundu þegar jarðskjálftar riðu yfir norðurhluta Japans í morgun en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Aðstæður í Japan voru vægast sagt slæmar í morgun þegar skjálftarnir riðu yfir. Yir hundrað þúsund manns hafast við í hjálparskýlum og hús eru illa farin eftir skjálftana um helgina og á mánudaginn. 27.10.2004 00:01
Barroso dró tillöguna til baka Romano Prodi og stjórn hans mun verða áfram við stjórnvölinn innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir að Jose Manuel Barroso, væntanlegur formaður framkvæmdastjórnarinnar, tók til baka tillögu sína um skipun 25 manna stjórnar sambandsins nú fyrir stundu. 27.10.2004 00:01
Lánuðu Bandaríkjamönnum hertól Komið er í ljós að norsk stjórnvöld, sem sögðust á sínum tíma vera andvíg innrásinni í Írak, lánuðu Bandaríkjaher laser-ljósabúnað til að velja skotmörk, og ýmis önnur hertól, og sendu þau til Kúveit aðeins nokkrum dögum fyrir innrásina. Málið þykir því hið vandræðalegasta fyrir Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra og ríkisstjórn hans. 27.10.2004 00:01
Vilja ekki verja Milosevic Verjendur Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafa óskað eftir því að verða leystir frá störfum og vilja ekki verja hann lengur í réttarhöldunum yfir honum hjá alþjóðastríðsdómstólnum í Haag. Talsmenn dómstólsins greindu frá þessu í morgun. 27.10.2004 00:01
Prodi segist halda áfram Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur samþykkt að gegna starfinu áfram „að svo stöddu“, eins og hann orðaði það, en Jose Manuel Barroso, væntanlegur formaður framkvæmdastjórnarinnar, dró til baka tillögu sína um skipun 25 manna stjórnar sambandsins fyrr í morgun. 27.10.2004 00:01
Málefnafátækt hjá Bush og Kerry Málefnafátækt og hörð gagnrýni á andstæðinginn einkennir kosningaáróður þeirra George Bush og Johns Kerrys þessa síðustu daga fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í lykilríkjum er munurinn á fylgi þeirra nánast enginn svo að þeir grípa til örþrifaráða í von um að koma höggi á andstæðinginn. 27.10.2004 00:01
Mikill titringur í Noregi Komið er í ljós að norsk stjórnvöld, sem sögðust á sínum tíma vera andvíg innrásinni í Írak, lánuðu Bandaríkjaher leysiljósabúnað til að velja skotmörk og sendu þau til Kúveits aðeins nokkrum dögum fyrir innrásina. Mikill titringur er í Noregi vegna málsins. 27.10.2004 00:01
Buttiglione enn fulltrúi Ítalíu Utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini, segir Rocco Buttiglione enn vera fulltrúa Ítalíu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, mun ræða við Jose Manuel Barroso, væntanlegan formann framkvæmdastjórnarinnar, um deiluna sem upp er risin innan ESB. 27.10.2004 00:01
Sviss í Schengen Sviss gekk í dag formlega inn í Schengen-samtarfið en full þátttaka hefst ekki fyrr en á árinu 2007. Þá tekur Sviss þátt í Dyflinnarsamstarfi Evrópusambandsins ásamt Íslandi og Noregi um hvaða ríki skuli fara með umsókn um pólitískt hæli sem borin er fram í einhverju aðildarríkjanna. 27.10.2004 00:01
Engin leið að spá um úrslitin Úrslitin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum ráðast að líkindum í nokkrum lykilríkjum og þar er tvísýnan ennþá meiri en annars staðar. Í tveimur þeirra ríkja sem að líkindum munu ráða miklu um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna er engin leið að sjá hvorum vegnar betur. 27.10.2004 00:01
5000 hektara svæði brunnið Sýrlenskum og tyrkneskum slökkviliðsmönnum hefur tekist að ná tökum á miklum skógareldum á landamærum þjóðanna. Einn maður hefur þegar látið lífið af völdum eldanna og fjölmargir slasast. 27.10.2004 00:01
Kjörmennirnir í kjöraðstöðu Bandaríkjamenn kjósa á þriðjudaginn 538 kjörmenn sem síðan ákveða hvor sest að í Hvíta húsinu, Bush eða Kerry. Kjörmannakerfið hefur í för með sér að ekki er sjálfgefið að sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær verður forseti. 27.10.2004 00:01
Tíu prósent hafa þegar kosið Einn af hverjum tíu líklegum kjósendum í bandarísku forsetakosningunum hafa þegar greitt atkvæði samkvæmt skoðanakönnun fyrir fréttastofu sjónvarpstöðvarinnar ABC. Af þeim greiddu 51 prósent repúblikananum George W. Bush atkvæði en 47 prósent demókratanum John Kerry. 27.10.2004 00:01
Draga misjafnan lærdóm af sögunni George W. Bush Bandaríkjaforseti og demókratinn John Kerry vitnuðu til starfa fyrrverandi forseta úr röðum demókrata og komust að sömu niðurstöðu, að andstæðingur sinn stæðist engan veginn samanburð við þá. 27.10.2004 00:01
Verjandi Milosevic vill hætta Verjandi Slobodans Milosevic, fyrrum Júgóslavíuforseta, hefur óskað eftir því að vera leystur frá vörn Milosevic. Steven Kay hefur áður kvartað undan því að hann geti ekki varið Milosevic vegna þess að forsetinn fyrrverandi neitar öllu samstarfi við hann auk þess sem hann eigi erfitt með að hafa upp á vitnum sem séu reiðubúin að mæta fyrir rétt. 27.10.2004 00:01
Framkvæmdastjórnin í uppnámi Skipan næstu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er í uppnámi eftir að Jose Manuel Barroso dró til baka tillögu sína um skipun stjórnarinnar Þá var ljóst að þingmenn myndu ekki veita framkvæmdastjórninni brautargengi vegna andstöðu þeirra við ítalska frambjóðandann sem fara á með dómsmál í framkvæmdastjórninni. 27.10.2004 00:01
Bjarga drukknum Írum upp úr á Drukknir Dyflinarbúar gera slökkviliðsmönnum í írsku höfuðborginni lífið leitt. Ástæðan er sú að í viku hverri stökkva eða falla drukknir einstaklingar fram af göngubrúm sem liggja yfir Liffey-ána sem skiptir miðborg Dyflinar í tvennt. 27.10.2004 00:01
Stofna nýja Al-Jazeera Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera byrjar rekstur enskumælandi fréttasjónvarpsstöðvar fyrir lok næsta árs. Að sögn Nigel Parsons, eins stjórnenda fyrirtækisins, verður megináherslan á fréttaflutning frá þróunarlöndum, nokkuð sem stjórnendum Al-Jazeera finnst enskumælandi fréttastöðvar hafa sinnt of lítið. 27.10.2004 00:01
Nauðungarhjónabönd verði refsiverð Breska stjórnin ætlar að skoða möguleika á að gera það refsivert að neyða fólk í hjónaband, sagði David Blunkett innanríkisráðherra Bretlands. Hann sagði stjórnvöld líka ætla að hækka lágmarksaldur fólks sem fengi að koma til landsins sem makar þeirra sem fyrir eru í Bretlandi. 27.10.2004 00:01
Stríðsglæpamaður til Danmerkur Serbneskur stríðsglæpamaður verður fluttur til Danmerkur þar sem hann afplánar átján ára dóm sem Alþjóðlegi refsidómstóllinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu kvað upp yfir honum vegna stríðsglæpa í borgarastríðinu á síðasta áratug. Hann er fyrsti stríðsglæpamaðurinn sem er fluttur til Danmerkur til afplánunar að því er fram kemur á vef Information. 27.10.2004 00:01
Heimasíðan bara fyrir Bandaríkin Það þýðir lítið fyrir áhugamenn um bandarísk stjórnmál utan Bandaríkjanna að reyna að sækja sér upplýsingar um George W. Bush Bandaríkjaforseta á heimasíðu hans. Heimasíðunni var á dögunum lokað fyrir allri umferð frá löndum utan Bandaríkjanna að því er virðist til að minnka álag á hana. 27.10.2004 00:01