Erlent

Arafat við dauðans dyr?

Óttast er að Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, sé við dauðans dyr eftir að hann hné niður í gær og missti meðvitund um tíma. Þúsundir manna fjölmenntu fyrir utan heimili hans í gær. Vitað er að Arafat hefur átt við alvarleg veikindi að stríða að undanförnu en embættismenn í Palestínu neita enn að staðfesta að ástand hans sé tvísýnt. Nýjustu fréttir nú í morgunsárið herma að heilsu hans hraki enn, en hann mætti þó til morgunbæna í höfuðstöðvum sínum í morgun, afar veikburða að sögn sjónarvotta. Valdabarátta gæti brotist út eftir að Arafat fellur frá. Ísraelar segja að Arafat sé heimilt að yfirgefa Vesturbakkann til að leita sér læknis en segjast ekki geta tryggt að hann fái að snúa aftur þangað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×