Erlent

Innrás í Fallujah?

Her Bandaríkjamanna og þjóðvarnarlið Íraka undirbúa nú meiriháttar árásir á borgina Fallujah, þar sem mikil óöld ríkir. Yfir 5 þúsund hermenn eru í viðbragðsstöðu, en ákvörðun um að láta til skarar skríða er í höndum forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar, Iyad Allawi. Þrýstingurinn á skæruliðann Al-Zarqawi og menn hans eykst með hverjum deginum og nú er búist við allsherjar árás á hverri stundu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×