Allt púður í 10 ríki 29. október 2004 00:01 Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum beina nú allri athygli sinni að tíu ríkjum, þar sem fylgi þeirra er hnífjafnt. John Kerry hlaut í gær stuðning úr óvæntri átt. Dálkahöfundur tímaritsins Congressional Quarterly, þar sem fylgst er með stjórnmálunum í Washington, baðst í gær undan því að færa rök fyrir spám um gengi frambjóðendanna á þriðjudaginn kemur. Hann sagði að það væri eins og að biðja um nákvæða spá um hvert hvirfilbylur stefndi, það er að segja hreinlega ekki hægt. Ritstjórar hins hægrisinnaða fréttatímarits Economist færa hins vegar ítarlega rök fyrir vali sínu á rétta frambjóðandanun. Fyrir fjórum árum studdu þeir George Bush, en nú segjast þeir verða að mæla með John Kerry, með depurð í hjarta. Ástæða þessara meðmæla er þó ekki frammúrskarandi hæfni Kerrys, heldur gallar og mistök Bush. Þeir hrósa honum fyrir framgönguna í kjölfar árásanna 11. september, en segja meðferð stríðsfanga vera arfleifð sem Bandaríkjamenn muni súpa seiðið af næstu ár og áratugi. Meðferð fanganna í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu sem dæmi um hræsnina í Bandaríkjamönnum. Stjórn Bush þykist berjast fyrir réttlæti og frelsi, en haldi á sama tíma hundruðum í haldi án dóms og laga. Skilaboð Johns Kerrys þessa síðustu daga baráttunnar eru afskaplega einföld: Bandaríkin þurfa hreint borð og nýtt upphaf. Stjórnmálaskýrendur hafa nú kveikt á perunni og telja þennan ofureinfalda boðskap afrakstur mikillar vinnu með úrtakshópum, og þeir eru á því að hugsanlega geti þetta einmitt verið frasinn sem sannfærir kjósendur. Kannanir sýni að almenningi líki vel við Bush sem persónu en sé ekki endilega spenntur fyrir öðru kjörtímabili. Því sé óráðlegt að ráðast of harkalega á persónu Bush, heldur lofa því sem almenningur vill, nefninlega nýtt upphaf, hreint borð. Bush forseti beitir allt öðrum aðferðum og gagnrýnir Kerry harðlega. Á kosningafundi í Michigan í gær sagði hann að Kerry væri of veikgeðja og óákveðinn til að geta stýrt þjóðarskútunni á stríðstímum. Fjórða daginn í röð var það sprengiefnið í Írak sem var efst á málefnaskrá beggja frambjóðenda, og það er greinilegt að báðir telja stríði í Írak vera það málefni sem úrslit kosninganna velta á. Kerry var á því að Bush forseti kæmi sífellt upp með nýjar afsakanir og útskýringar á því, hvernig tæplega fjögur hundruð tonn af sprengiefni gátu horfið, Bush svaraði með því að segja málflutning Kerrys þversagnakenndan. John Kerry er að sögn Bush rangur maður í rangt embætti á röngum tíma. Á landsvísu er Bush áfram með um tveggja prósentustiga forskot, en athygli frambjóðendanna sem og annarra beinist nú eingöngu að tíu ríkjum þar sem óvissan er mikil: Wisconsin, Minnesota, Iowa, Ohio, Pennsilvanía, Samkvæmt könnun Reuters og Zogby í gær er Bush með forskot í fimm ríkjanna og Kerry í fjórum, en í flestum tilvikum er forskotið innan skekkjumarka kannannarinnar og því ómarktækt. Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum beina nú allri athygli sinni að tíu ríkjum, þar sem fylgi þeirra er hnífjafnt. John Kerry hlaut í gær stuðning úr óvæntri átt. Dálkahöfundur tímaritsins Congressional Quarterly, þar sem fylgst er með stjórnmálunum í Washington, baðst í gær undan því að færa rök fyrir spám um gengi frambjóðendanna á þriðjudaginn kemur. Hann sagði að það væri eins og að biðja um nákvæða spá um hvert hvirfilbylur stefndi, það er að segja hreinlega ekki hægt. Ritstjórar hins hægrisinnaða fréttatímarits Economist færa hins vegar ítarlega rök fyrir vali sínu á rétta frambjóðandanun. Fyrir fjórum árum studdu þeir George Bush, en nú segjast þeir verða að mæla með John Kerry, með depurð í hjarta. Ástæða þessara meðmæla er þó ekki frammúrskarandi hæfni Kerrys, heldur gallar og mistök Bush. Þeir hrósa honum fyrir framgönguna í kjölfar árásanna 11. september, en segja meðferð stríðsfanga vera arfleifð sem Bandaríkjamenn muni súpa seiðið af næstu ár og áratugi. Meðferð fanganna í Guantanamo-fangelsinu á Kúbu sem dæmi um hræsnina í Bandaríkjamönnum. Stjórn Bush þykist berjast fyrir réttlæti og frelsi, en haldi á sama tíma hundruðum í haldi án dóms og laga. Skilaboð Johns Kerrys þessa síðustu daga baráttunnar eru afskaplega einföld: Bandaríkin þurfa hreint borð og nýtt upphaf. Stjórnmálaskýrendur hafa nú kveikt á perunni og telja þennan ofureinfalda boðskap afrakstur mikillar vinnu með úrtakshópum, og þeir eru á því að hugsanlega geti þetta einmitt verið frasinn sem sannfærir kjósendur. Kannanir sýni að almenningi líki vel við Bush sem persónu en sé ekki endilega spenntur fyrir öðru kjörtímabili. Því sé óráðlegt að ráðast of harkalega á persónu Bush, heldur lofa því sem almenningur vill, nefninlega nýtt upphaf, hreint borð. Bush forseti beitir allt öðrum aðferðum og gagnrýnir Kerry harðlega. Á kosningafundi í Michigan í gær sagði hann að Kerry væri of veikgeðja og óákveðinn til að geta stýrt þjóðarskútunni á stríðstímum. Fjórða daginn í röð var það sprengiefnið í Írak sem var efst á málefnaskrá beggja frambjóðenda, og það er greinilegt að báðir telja stríði í Írak vera það málefni sem úrslit kosninganna velta á. Kerry var á því að Bush forseti kæmi sífellt upp með nýjar afsakanir og útskýringar á því, hvernig tæplega fjögur hundruð tonn af sprengiefni gátu horfið, Bush svaraði með því að segja málflutning Kerrys þversagnakenndan. John Kerry er að sögn Bush rangur maður í rangt embætti á röngum tíma. Á landsvísu er Bush áfram með um tveggja prósentustiga forskot, en athygli frambjóðendanna sem og annarra beinist nú eingöngu að tíu ríkjum þar sem óvissan er mikil: Wisconsin, Minnesota, Iowa, Ohio, Pennsilvanía, Samkvæmt könnun Reuters og Zogby í gær er Bush með forskot í fimm ríkjanna og Kerry í fjórum, en í flestum tilvikum er forskotið innan skekkjumarka kannannarinnar og því ómarktækt.
Erlent Fréttir Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Sjá meira