Erlent

Arafat skoðaður í París næstu daga

Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, var í morgun fluttur á hersjúkrahús í útjaðri Parísar þar sem hann mun gangast undir ítarlega læknisskoðun. Arafat virtist veikburða í morgun, en hann hefur að undanförnu legið sárþjáður af einhvers konar iðrakveisu. Óttast er að hann gæti verið með hvítblæði. Þetta er í fyrsta sinn í hálft þriðja ár sem Arafat, sem er 75 ára gamall, yfirgefur höfuðstöðvar sínar á vesturbakka Jórdanar. Stjórnvöld í Ísrael hafa heitið því að hann fái að snúa aftur að lokinni læknismeðferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×