Erlent

Arafat á leið til Parísar

Arafat, leiðtogi Palestínumanna, er nú á leið til Parísar að leita læknishjálpar. Þetta er í fyrsta skipti í tvö og hálft ár sem Arafat, sem er 75 ára að aldri, yfirgefur Vesturbakkann. Stuðningsmenn hans fjölmenntu fyrir utan heimili hans þegar verið var að flytja hann af stað. Vonast er til að læknar í Frakklandi geti fundið, hvað hrjáir Arafat en læknar hafa sagt að um einhverskonar blóðsjúkdóm sé að ræða og jafnvel hvítblæði. Ísraelsk stjónvöld hafa sagt að Arafat fái að snúa aftur til síns heima, að lokinni læknismeðferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×