Ísraelar héldu árásum sínum áfram í nótt Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. júní 2025 06:52 Bandaríkjaforseta var víða þakkað í Ísrael í gær fyrir að skerast í leikinn og heimila harðar árásir á kjarnorkutilraunastöðvar Írans um helgina. AP Photo/Bernat Armangue Ísraelsher hefur haldið árásum sínum á Íran áfram í alla nótt og um tuttugu orrustuþotur eru sagðar hafa gert árásir í vesturhluta landsins og ráðist að herstöðvum og skotpöllum. Ísraelar hafa heitið því að halda aðgerðum sínum áfram til þess að koma í veg fyrir að Íranir geti skotið langdrægum flaugum á Ísrael til að hefna fyrir árásirna sem náðu hámarki aðfararnótt sunnudagsins þegar Bandaríkjamenn blönduðu sér í málið og réðust að neðanjarðarrannsóknarsstöðvum þar sem unnið var að auðgun úrans og þróun kjarnorkutækni. Íranir hafa á móti lítið getað brugðist við og í nótt var aðeins einni flaug skotið í átt að Ísrael og var sú skotin niður af bandarísku loftvarnakerfi. Einn íranskur Shahed dróni var svo skotinn niður í morgun að sögn breska ríkisútvarpsins. Og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á samfélagsmiðli sínum síðustu klukkustundirnar þar sem hann virðist taka vel í þá hugmynd að núverandi stjórnvöldum í Íran verði komið frá með utanaðkomandi afli. Hingað til hefur hann og hans menn ítrekað að ekki standi til að steypa klerkastjórninni af stóli og koma á lýðræði í Íran, líkt og Bandaríkjamenn reyndu í Írak á sínum tíma. Síðast í gærkvöldi sagði varaforsetinn JD Vance að Bandaríkjamenn væru ekki í stríði við Íran, heldur væru þeir í stríði við kjarnorkuáætlun Írans. En Trump spurði sig síðan að því á samfélagsmiðlasíðu sinni hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Ef Íranir geti ekki gert Íran frábært að nýju, hvers vegna ætti þá ekki að skipta um stjórn? Enn hefur ekkert heyrst frá æðstaklerki Írana, Ayjatollah Ali Khameini, frá því Bandaríkjamenn blönduðu sér í átökin en á samfélagsmiðlareikningi sem áður hefur birt yfirlýsingar hans kom tilkynning þar sem fullyrt er að Ísraelar hafi gert grafalvarleg mistök með árásum sínum á landið og að þeim verði að refsa hið snarasta. Ísrael Íran Tengdar fréttir Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24 Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Ísraelar hafa heitið því að halda aðgerðum sínum áfram til þess að koma í veg fyrir að Íranir geti skotið langdrægum flaugum á Ísrael til að hefna fyrir árásirna sem náðu hámarki aðfararnótt sunnudagsins þegar Bandaríkjamenn blönduðu sér í málið og réðust að neðanjarðarrannsóknarsstöðvum þar sem unnið var að auðgun úrans og þróun kjarnorkutækni. Íranir hafa á móti lítið getað brugðist við og í nótt var aðeins einni flaug skotið í átt að Ísrael og var sú skotin niður af bandarísku loftvarnakerfi. Einn íranskur Shahed dróni var svo skotinn niður í morgun að sögn breska ríkisútvarpsins. Og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á samfélagsmiðli sínum síðustu klukkustundirnar þar sem hann virðist taka vel í þá hugmynd að núverandi stjórnvöldum í Íran verði komið frá með utanaðkomandi afli. Hingað til hefur hann og hans menn ítrekað að ekki standi til að steypa klerkastjórninni af stóli og koma á lýðræði í Íran, líkt og Bandaríkjamenn reyndu í Írak á sínum tíma. Síðast í gærkvöldi sagði varaforsetinn JD Vance að Bandaríkjamenn væru ekki í stríði við Íran, heldur væru þeir í stríði við kjarnorkuáætlun Írans. En Trump spurði sig síðan að því á samfélagsmiðlasíðu sinni hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Ef Íranir geti ekki gert Íran frábært að nýju, hvers vegna ætti þá ekki að skipta um stjórn? Enn hefur ekkert heyrst frá æðstaklerki Írana, Ayjatollah Ali Khameini, frá því Bandaríkjamenn blönduðu sér í átökin en á samfélagsmiðlareikningi sem áður hefur birt yfirlýsingar hans kom tilkynning þar sem fullyrt er að Ísraelar hafi gert grafalvarleg mistök með árásum sínum á landið og að þeim verði að refsa hið snarasta.
Ísrael Íran Tengdar fréttir Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24 Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24
Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24
Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna