Ísraelar héldu árásum sínum áfram í nótt Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. júní 2025 06:52 Bandaríkjaforseta var víða þakkað í Ísrael í gær fyrir að skerast í leikinn og heimila harðar árásir á kjarnorkutilraunastöðvar Írans um helgina. AP Photo/Bernat Armangue Ísraelsher hefur haldið árásum sínum á Íran áfram í alla nótt og um tuttugu orrustuþotur eru sagðar hafa gert árásir í vesturhluta landsins og ráðist að herstöðvum og skotpöllum. Ísraelar hafa heitið því að halda aðgerðum sínum áfram til þess að koma í veg fyrir að Íranir geti skotið langdrægum flaugum á Ísrael til að hefna fyrir árásirna sem náðu hámarki aðfararnótt sunnudagsins þegar Bandaríkjamenn blönduðu sér í málið og réðust að neðanjarðarrannsóknarsstöðvum þar sem unnið var að auðgun úrans og þróun kjarnorkutækni. Íranir hafa á móti lítið getað brugðist við og í nótt var aðeins einni flaug skotið í átt að Ísrael og var sú skotin niður af bandarísku loftvarnakerfi. Einn íranskur Shahed dróni var svo skotinn niður í morgun að sögn breska ríkisútvarpsins. Og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á samfélagsmiðli sínum síðustu klukkustundirnar þar sem hann virðist taka vel í þá hugmynd að núverandi stjórnvöldum í Íran verði komið frá með utanaðkomandi afli. Hingað til hefur hann og hans menn ítrekað að ekki standi til að steypa klerkastjórninni af stóli og koma á lýðræði í Íran, líkt og Bandaríkjamenn reyndu í Írak á sínum tíma. Síðast í gærkvöldi sagði varaforsetinn JD Vance að Bandaríkjamenn væru ekki í stríði við Íran, heldur væru þeir í stríði við kjarnorkuáætlun Írans. En Trump spurði sig síðan að því á samfélagsmiðlasíðu sinni hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Ef Íranir geti ekki gert Íran frábært að nýju, hvers vegna ætti þá ekki að skipta um stjórn? Enn hefur ekkert heyrst frá æðstaklerki Írana, Ayjatollah Ali Khameini, frá því Bandaríkjamenn blönduðu sér í átökin en á samfélagsmiðlareikningi sem áður hefur birt yfirlýsingar hans kom tilkynning þar sem fullyrt er að Ísraelar hafi gert grafalvarleg mistök með árásum sínum á landið og að þeim verði að refsa hið snarasta. Ísrael Íran Tengdar fréttir Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24 Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Ísraelar hafa heitið því að halda aðgerðum sínum áfram til þess að koma í veg fyrir að Íranir geti skotið langdrægum flaugum á Ísrael til að hefna fyrir árásirna sem náðu hámarki aðfararnótt sunnudagsins þegar Bandaríkjamenn blönduðu sér í málið og réðust að neðanjarðarrannsóknarsstöðvum þar sem unnið var að auðgun úrans og þróun kjarnorkutækni. Íranir hafa á móti lítið getað brugðist við og í nótt var aðeins einni flaug skotið í átt að Ísrael og var sú skotin niður af bandarísku loftvarnakerfi. Einn íranskur Shahed dróni var svo skotinn niður í morgun að sögn breska ríkisútvarpsins. Og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á samfélagsmiðli sínum síðustu klukkustundirnar þar sem hann virðist taka vel í þá hugmynd að núverandi stjórnvöldum í Íran verði komið frá með utanaðkomandi afli. Hingað til hefur hann og hans menn ítrekað að ekki standi til að steypa klerkastjórninni af stóli og koma á lýðræði í Íran, líkt og Bandaríkjamenn reyndu í Írak á sínum tíma. Síðast í gærkvöldi sagði varaforsetinn JD Vance að Bandaríkjamenn væru ekki í stríði við Íran, heldur væru þeir í stríði við kjarnorkuáætlun Írans. En Trump spurði sig síðan að því á samfélagsmiðlasíðu sinni hvers vegna mætti ekki tala um að koma stjórninni frá. Ef Íranir geti ekki gert Íran frábært að nýju, hvers vegna ætti þá ekki að skipta um stjórn? Enn hefur ekkert heyrst frá æðstaklerki Írana, Ayjatollah Ali Khameini, frá því Bandaríkjamenn blönduðu sér í átökin en á samfélagsmiðlareikningi sem áður hefur birt yfirlýsingar hans kom tilkynning þar sem fullyrt er að Ísraelar hafi gert grafalvarleg mistök með árásum sínum á landið og að þeim verði að refsa hið snarasta.
Ísrael Íran Tengdar fréttir Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24 Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Sjá meira
Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. 22. júní 2025 21:24
Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24
Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent