Erlent

Buttigglione hættur við

Ítalski stjórnmálamaðurinn Rocco Buttiglione hefur lýst því yfir að hann sé hættur við að gefa kost á sér sem ráðherra dóms- og öryggismála hjá Evrópusambandinu. Buttiglione er kaþólikki og mikill trúmaður. Hann olli miklu uppnámi þegar hann lýsti því yfir að samkvæmt hans trúarbrögðum væri samkynhneigð synd. Komu upp háværar kröfur um að honum yrði hafnað, í embættið. Sá vandi er úr sögunni, við þessa yfirlýsingu, og mun Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu væntanlega tilnefna annan mann í hans stað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×