Erlent

Átta hermenn létust

Átta bandarískir hermenn létust og níu slösuðust í bardögum í vesturhluta Baghdad í dag. Þar með hafa 858 hermenn Bandaríkjahers látið lífið í átökum í Írak, síðan ráðist var inn í landið í fyrra. Þrjú hundruð til viðbótar hafa látist af öðrum orsökum og alls hafa því yfir 1100 bandarískir hermenn látist í Írak á tæpu einu og hálfu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×