Erlent

Ekkert samræmt kosningakerfi

Ekkert samræmt kosningakerfi er við lýði í Bandaríkjunum og hverju ríki er í sjálfsvald sett hvernig það hagar framkvæmd kosninga. Þar sem mjótt er á mununum í mörgum ríkjum er óttast að sama klúðrið setji svip sinn á þessar kosningar og þær síðustu. Ein stærsta martröð Bandaríkjamanna fyrir þessar forsetakosningar er að Flórídaklúðrið frá síðustu kosningum endurtaki sig og því fór hrollur um marga, bæði kjósendur og opinbera starfsmenn, í gær, þegar í ljós kom að tæplega tæplega sextíu þúsund utankjörfundaratkvæði í Flórída eru týnd og tröllum gefin. Steinn Jóhannsson, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir menn hafa áhyggjur á því að það sama gerist aftur, margar aðferðir Áhyggjur manna beinast aðallega að þeim ríkjum þar sem mjótt er á mununum. Flórída er lykilríki í kosningunum og þar hefur verið reynt að betrumbæta kosningakerfið með því að setja upp nýjar kosningavélar. Verði úrslitin hins vegar tæp í Flórída, eins og allar kannanir benda reyndar til, er hætt við að þessi 60 þúsund týndu utankjörfundaratkvæði verði notuð í langvinnum málaferlum á báða bóga. Steinn segir það nýjasta að notaðir séu snertiskjáir við kosningu, en sú aðferð hafi verið gagnrýnd, þar sem eftirlit með gögnunum sé lítið. Aðrar aðferðir séu meðal annars að sett sé gat fyrir framan nafn frambjóðanda, en vélar lesi það illa og í raun hafi menn ekki getað náð sátt um einhverja eina aðferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×