Erlent

Stjórnarskrá ESB undirrituð

Stjórnarskrá Evrópusambandsins var undirrituð við hátíðlega athöfn í Róm í morgun. Leiðtogar ríkja ESB skiptust á að setjast við háborð og skrifa undir stjórnarskrána undir miklu klappi. Hún á að tryggja enn frekari samstarf og samvinnu Evrópusambandsríkjanna en hún hefur verið mikið deiluefni aðildarlandanna undanfarin ár. Undirritunin í morgun fór fram á sama stað og sex Evrópuleiðtogar skrifuðu undir Rómarsáttmálann árið 1957 sem var upphafið að Evrópusamrunanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×